Meiri sveigjanleiki í fæðingarorlofi samkvæmt drögum að nefndaráliti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2020 12:00 Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði eftir áramót. vísir/Vilhelm Framseljanlegum mánuðum í lengdu fæðingarorlofi verður fjölgað úr einum í tvo samkvæmt drögum að nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis. Enn er þó ágreiningur um málið innan nefndarinnar. Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira