Atvinnuleysi hærra á meðal kvenna en karla Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 10:30 10,6 prósent eru án atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Almennt atvinnuleysi á landinu var 10,6 prósent í nóvember, sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar. Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember. Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum. 3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára. Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu. Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf. Vinnumarkaður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember. Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum. 3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára. Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu. Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf.
Vinnumarkaður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira