Landsréttur staðfestir að símtal Lilju til Ágústu var nóg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2020 16:26 Ágústa Elín Ingþórsdóttir tók við stöðu skólastjóra Fjölbrautarskóla Vesturlands frá 1. janúar 2015. Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu varðandi skólameistara á Akranesi sem sagt var upp störfum. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólastjóri Fjölbrautarskóla Vesturlands, taldi að skipunartími hennar hefði framlengst sjálfkrafa til fimm ára þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt innan nauðsynlegs fyrirvara að starfið yrði auglýst. Ágústa krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að skipunartími hennar hefði framlengst til fimm ára og sömuleiðis að ákvörðun ráðherra að auglýsa starfið yrði felld úr gildi. Til vara að hún væri ólögmæt. Skipunartími Ágústu Elínar átti að renna út í árslok 2019. Þann 30. júní hringdi Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í Ágústu og tjáði hennar að hún ætlaði að auglýsa starfið. Taldi Héraðsdómur Reykjavíkur og nú Landsréttur nóg að tilkynningin væri símleiðis. Í starfsmannalögum kemur fram að þeim sem skipuð eru í embætti skuli tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími þeirra rennur út hvort embættið verði laust til umsóknar. Í tilviki Ágústu þurfti tilkynning þess efnis að berast henni fyrir 1. júlí. Bærist engin tilkynning framlengdist skipunartími hennar sjálfkrafa um fimm ár. Enginn svaraði þó einhver væri heima Í dómi héraðsdóms kom fram að bæði ritari ráðherra og bílstjóri hefðu borið fyrir dómi að þeim síðarnefnda hefði verið falið að boðsenda Ágústu Elínu bréf síðdegis þann 30. júní. Bílstjórinn, Gísli I. Þorsteinsson, sagðist fyrir dómi hafa ekið að heimili Ágústu en enginn hefði opnað þegar hann knúði dyra og hringdi bjöllu. Hafi hann, að ráðleggingu Þórdísar, sett bréfið inn um bréfalúguna. Þá lá fyrir að Ágústa og eiginmaður hennar voru á heimilinu þennan dag og hefðu því getað kynnt sér efni bréfsins samdægurs. Lilja Alfreðsdóttir tjáði Ágústu á síðasta mögulega degi að hún ætlaði að auglýsa stöðuna.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að jafnvel þótt ekki sé ljóst af hvaða sökum Ágústa hafi ekki orðið þess vör að bílstjóri stjórnarráðsins reyndi að ná sambandi við hana umræddan dag til að afhenda henni bréfið og ekki liggi heldur fyrir hvers vegna hún varð ekki bréfsins vör eftir að því var stungið inn um bréfalúgu á heimili hennar, þar sem hún var stödd umræddan dag, yrði að leggja til grundvallar að íslenska ríkið hafi gert fullnægjandi ráðstafanir til að koma ákvörðun sinni skriflega til Ágústu þannig að henni væri unnt að kynna sér skriflega tilkynningu um ákvörðunina sem henni hafði fyrr um daginn verið gerð grein fyrir munnlega. Varðandi kröfuna um ógildingu ákvörðunar segir dómurinn ljóst að ráðherra hafi rúma heimild til að meta hvort það þjóni lögmætum tilgangi að auglýsa stöðu embættismanns. Ráðherra hafi rökstutt ákvörðunina meðal annars að hún hafi byggt á heildstæðu mati að aðstæðum með hliðsjón af hagsmunum skólans og í þágu skólastarfsins alls. Þar liggi fyrir fjölmörg gögn, þeirra á meðal þrjú minnisblöð sem unnin voru í maí og júní á meðan ákvörðunin var í undirbúningi. Viðvarandi samskiptavandi Í minnisblaði frá 27. júní 2019 er farið ítarlega yfir stöðu skólans og árangur skólameistara í starfi. Þar kemur fram að ráðuneytinu hefur verið vel kunnugt um starfsemi skólans og þær áskoranir sem skólameistari stóð frammi fyrir. Fram kemur að tekist hafi vel til við að koma fjárhagslegri hlið rekstrar skólans í rétt horf eftir viðvarandi rekstrarvanda undangenginna ára, auk þess sem unnið hafi verið ötullega á grundvelli umbótaáætlana. Hins vegar er greint frá viðvarandi samskiptavanda innan skólans og gagnrýni sem skólameistari hafi sætt af hálfu annarra starfsmanna. Meðal þess sem upp kom var uppsögn ræstingarkvenna árið 2015 sem vakti nokkra athygli. Meðal annars er getið um að formlegt erindi vegna þessa vanda hafi fyrst borist ráðuneytinu frá kennurum skólans í október 2015 og 21. júní sl. hafi borist áskorun frá kennarafélagi skólans um að staða skólameistara yrði auglýst. Þá eru í minnisblaðinu raktar þær úttektir og greinargerðir sem unnar voru vegna þessa samskiptavanda á árinu 2016 og 2017 og umbótaáætlanir sem gerðar voru í framhaldi af síðustu úttektinni. Í framangreindu minnisblaði og öðrum þeim minnisblöðum sem getið er hér að framan, er fjallað ítarlega um allar hliðar starfsemi skólans sem máli skipta við undirbúning ákvörðunar af því tagi sem um er deilt. Rengdi ekki upplýsingarnar Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfestir, að Ágústa hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að framangreindar upplýsingar séu rangar eða að einhverjar veigamiklar upplýsingar hafi skort til að unnt væri að leggja heildstætt mat á aðstæður í skólanum. Í þessu efni skipti máli að í erindi kennarafélags skólans, sem barst ráðherra 21. júní síðastliðinn, þar sem skorað er á ráðherra að auglýsa stöðuna, koma ekki fram nýjar upplýsingar sem nauðsyn bar til að rannsaka frekar en þegar hafði verið gert. Að öllu þessu virtu var það niðurstaða héraðsdóms að ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að auglýsa stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans á Vesturlandi hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar, birt innan lögmæltra tímamarka og byggð á málefnalegum sjónarmiðum að undangenginni fullnægjandi rannsókn. Málskostnaður var felldur niður á báðum dómstigum. Dómsmál Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Ágústa krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að skipunartími hennar hefði framlengst til fimm ára og sömuleiðis að ákvörðun ráðherra að auglýsa starfið yrði felld úr gildi. Til vara að hún væri ólögmæt. Skipunartími Ágústu Elínar átti að renna út í árslok 2019. Þann 30. júní hringdi Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í Ágústu og tjáði hennar að hún ætlaði að auglýsa starfið. Taldi Héraðsdómur Reykjavíkur og nú Landsréttur nóg að tilkynningin væri símleiðis. Í starfsmannalögum kemur fram að þeim sem skipuð eru í embætti skuli tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími þeirra rennur út hvort embættið verði laust til umsóknar. Í tilviki Ágústu þurfti tilkynning þess efnis að berast henni fyrir 1. júlí. Bærist engin tilkynning framlengdist skipunartími hennar sjálfkrafa um fimm ár. Enginn svaraði þó einhver væri heima Í dómi héraðsdóms kom fram að bæði ritari ráðherra og bílstjóri hefðu borið fyrir dómi að þeim síðarnefnda hefði verið falið að boðsenda Ágústu Elínu bréf síðdegis þann 30. júní. Bílstjórinn, Gísli I. Þorsteinsson, sagðist fyrir dómi hafa ekið að heimili Ágústu en enginn hefði opnað þegar hann knúði dyra og hringdi bjöllu. Hafi hann, að ráðleggingu Þórdísar, sett bréfið inn um bréfalúguna. Þá lá fyrir að Ágústa og eiginmaður hennar voru á heimilinu þennan dag og hefðu því getað kynnt sér efni bréfsins samdægurs. Lilja Alfreðsdóttir tjáði Ágústu á síðasta mögulega degi að hún ætlaði að auglýsa stöðuna.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að jafnvel þótt ekki sé ljóst af hvaða sökum Ágústa hafi ekki orðið þess vör að bílstjóri stjórnarráðsins reyndi að ná sambandi við hana umræddan dag til að afhenda henni bréfið og ekki liggi heldur fyrir hvers vegna hún varð ekki bréfsins vör eftir að því var stungið inn um bréfalúgu á heimili hennar, þar sem hún var stödd umræddan dag, yrði að leggja til grundvallar að íslenska ríkið hafi gert fullnægjandi ráðstafanir til að koma ákvörðun sinni skriflega til Ágústu þannig að henni væri unnt að kynna sér skriflega tilkynningu um ákvörðunina sem henni hafði fyrr um daginn verið gerð grein fyrir munnlega. Varðandi kröfuna um ógildingu ákvörðunar segir dómurinn ljóst að ráðherra hafi rúma heimild til að meta hvort það þjóni lögmætum tilgangi að auglýsa stöðu embættismanns. Ráðherra hafi rökstutt ákvörðunina meðal annars að hún hafi byggt á heildstæðu mati að aðstæðum með hliðsjón af hagsmunum skólans og í þágu skólastarfsins alls. Þar liggi fyrir fjölmörg gögn, þeirra á meðal þrjú minnisblöð sem unnin voru í maí og júní á meðan ákvörðunin var í undirbúningi. Viðvarandi samskiptavandi Í minnisblaði frá 27. júní 2019 er farið ítarlega yfir stöðu skólans og árangur skólameistara í starfi. Þar kemur fram að ráðuneytinu hefur verið vel kunnugt um starfsemi skólans og þær áskoranir sem skólameistari stóð frammi fyrir. Fram kemur að tekist hafi vel til við að koma fjárhagslegri hlið rekstrar skólans í rétt horf eftir viðvarandi rekstrarvanda undangenginna ára, auk þess sem unnið hafi verið ötullega á grundvelli umbótaáætlana. Hins vegar er greint frá viðvarandi samskiptavanda innan skólans og gagnrýni sem skólameistari hafi sætt af hálfu annarra starfsmanna. Meðal þess sem upp kom var uppsögn ræstingarkvenna árið 2015 sem vakti nokkra athygli. Meðal annars er getið um að formlegt erindi vegna þessa vanda hafi fyrst borist ráðuneytinu frá kennurum skólans í október 2015 og 21. júní sl. hafi borist áskorun frá kennarafélagi skólans um að staða skólameistara yrði auglýst. Þá eru í minnisblaðinu raktar þær úttektir og greinargerðir sem unnar voru vegna þessa samskiptavanda á árinu 2016 og 2017 og umbótaáætlanir sem gerðar voru í framhaldi af síðustu úttektinni. Í framangreindu minnisblaði og öðrum þeim minnisblöðum sem getið er hér að framan, er fjallað ítarlega um allar hliðar starfsemi skólans sem máli skipta við undirbúning ákvörðunar af því tagi sem um er deilt. Rengdi ekki upplýsingarnar Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfestir, að Ágústa hafi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að framangreindar upplýsingar séu rangar eða að einhverjar veigamiklar upplýsingar hafi skort til að unnt væri að leggja heildstætt mat á aðstæður í skólanum. Í þessu efni skipti máli að í erindi kennarafélags skólans, sem barst ráðherra 21. júní síðastliðinn, þar sem skorað er á ráðherra að auglýsa stöðuna, koma ekki fram nýjar upplýsingar sem nauðsyn bar til að rannsaka frekar en þegar hafði verið gert. Að öllu þessu virtu var það niðurstaða héraðsdóms að ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um að auglýsa stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans á Vesturlandi hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar, birt innan lögmæltra tímamarka og byggð á málefnalegum sjónarmiðum að undangenginni fullnægjandi rannsókn. Málskostnaður var felldur niður á báðum dómstigum.
Dómsmál Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira