Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 12:39 Mitch McConnell of Kentucky, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðstoðarmenn hans hafa sagt öðrum þingmönnum að líklegast sé engin leið að samkomulagi í deilunum um neyðarpakkann. AP/Sarah Silbiger Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli. Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira