Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 22:57 Pfizer-bóluefnið er sagt veita öfluga vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu í kvöld með sautján atkvæðum gegn fjórum, en einn sat hjá við atkvæðagreiðslu. Ráðgjafanefndin telur bóluefnið vera öruggt og virki vel á fólk yfir sextán ára aldri. Lokaniðurstöðu er að vænta frá matvæla- og lyfjaeftirlitinu, en verði bóluefnið samþykkt er gert ráð fyrir því að ráðist verði í umfangsmikla bólusetningu á landsvísu. Heilbrigðisstarfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum yrðu þar í fyrsta forgangshópi og almenningur myndi svo fylgja í vor. Hátt í 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum veirunnar og eru því miklar vonir bundnar við að bólusetning hefti útbreiðslu veirunnar svo um munar fljótlega eftir að hún hefst. Smitum hefur fjölgað verulega milli daga og greindust tæplega 220 þúsund Bandaríkjamenn í gær. Ráðgjafanefndinni er lýst sem nokkurskonar vísindadómstóli, þar sem bóluefnið er tekið fyrir og sérfræðingar rýna í fyrirliggjandi gögn. Dr. Dorian Fink hjá matvæla- og lyfjaeftirlitinu sagði nauðsynlegt að slík skoðun færi fram. „Almenningur krefst þess og á það skilið að umfangsmikil, heildstæð og sjálfstæð skoðun fari fram á gögnunum.“ Áætlað er að bóluefni Moderna verði tekið fyrir síðar í mánuðinum, en það var sagt veita allt að 95 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni Johnson & Johnson eru einnig á áætlun, sem og bóluefni AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02 Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46 Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Tölvuþrjótar stálu gögnum um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur orðið fyrir netaárás og hefur gögnum sem tengjast Covid-19 bóluefni verið stolið. 9. desember 2020 21:02
Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. 8. desember 2020 22:46
Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. 8. desember 2020 16:59