Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2020 11:35 Alma sagði eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi en benti á að nú færi að sjá fyrir endan á faraldrinum. Vísir/Vilhelm Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51