Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:54 Guillen hvarf í lok aprílmánaðar af herstöðinni Fort Hood. Lík hennar fannst ekki fyrr en í lok júní. Getty/Rich Fury Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni. Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf. Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf.
Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira