Solskjær: Viss um að mínir menn sýni að þeir eigi heima hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Ole Gunnar Solskjær með sænska miðverðinum Victor Lindelof eftir leik á dögunum. EPA-EFE/Paul Ellis Það er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United í kvöld þegar liðið spilar lokaleik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira