Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:16 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs. Þetta kemur fram í frétt BBC og vísað í sameiginlega yfirlýsingu þeirra Johnsons og von der Leyen sem send var út í kvöld. Fram kemur í yfirlýsingunni að ekki sé orðinn til grundvöllur til samninga. Enn sé hart tekist á um jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar. Von der Leyen og Johnson hafi þess vegna falið yfirmönnum samninganefnda sinna að taka saman yfirlit yfir það sem helst ber í milli. Þessi atriði verði rædd á fundi í Brussel, að bæði Johnson og von der Leyen viðstöddum, á næstu dögum. BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að samkomulag gæti verið úr sögunni eftir að símtalið fór út um þúfur í kvöld. Staðan sé í raun sú sama og þegar viðræðum var frestað á föstudag. Litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. Ef ekki nást samningar mun landamæraeftirlit og tollaálögur verða teknar upp á milli Bretlands og ESB. Breska viðskiptaráðið hefur varað við því og sagt breska verslunarmenn illa undirbúna undir þær breytingar. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. 7. desember 2020 07:30 Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt BBC og vísað í sameiginlega yfirlýsingu þeirra Johnsons og von der Leyen sem send var út í kvöld. Fram kemur í yfirlýsingunni að ekki sé orðinn til grundvöllur til samninga. Enn sé hart tekist á um jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar. Von der Leyen og Johnson hafi þess vegna falið yfirmönnum samninganefnda sinna að taka saman yfirlit yfir það sem helst ber í milli. Þessi atriði verði rædd á fundi í Brussel, að bæði Johnson og von der Leyen viðstöddum, á næstu dögum. BBC hefur eftir heimildarmanni sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að samkomulag gæti verið úr sögunni eftir að símtalið fór út um þúfur í kvöld. Staðan sé í raun sú sama og þegar viðræðum var frestað á föstudag. Litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. Ef ekki nást samningar mun landamæraeftirlit og tollaálögur verða teknar upp á milli Bretlands og ESB. Breska viðskiptaráðið hefur varað við því og sagt breska verslunarmenn illa undirbúna undir þær breytingar.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. 7. desember 2020 07:30 Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57 Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Bretar og ESB halda áfram viðræðum í lokatilraun til að ná samningi Viðræður Breta og Evrópusambandsins um viðskiptasamning munu halda áfram í dag en litið er á viðræðulotuna nú sem lokatilraun til að reyna að ná samningum áður en Bretar hverfa formlega og að fullu úr Evrópusambandinu um áramót. 7. desember 2020 07:30
Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. 6. desember 2020 18:57
Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5. desember 2020 10:22