Greiðslur til foreldra langveikra og fatlaðra barna – verður nýtt frumvarp fagnaðarefni? Árný Ingvarsdóttir skrifar 7. desember 2020 15:30 Að eignast langveikt eða mikið fatlað barn er flestum foreldrum þungbært áfall. Við greiningu vakna áhyggjur hjá foreldrum af velferð barnsins og framtíðarhorfum auk þess sem ótti um fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar lætur fljótt á sér kræla. Langvarandi veikindi og mikil umönnunarþörf takmarka möguleika margra foreldra til fullrar atvinnuþátttöku og aukin útgjöld vegna meðferða, húsnæðisbreytinga og öðru tengt veikindum barnsins setja foreldra oftar en ekki í þrönga stöðu fjárhagslega. Til að mæta þessum áskorunum eiga foreldrar langveikra barna í dag rétt á greiðslum frá ríkinu. Greiðslukerfið sem nú er í gildi er hins vegar flókið, ógagnsætt og í sumum tilvikum óréttlátt. Það er því ánægjulegt að á nýju ári áformi félags- og barnamálaráðherra að leggja fram nýtt frumvarp um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna sem vonandi mun bæta og jafna hag þessa viðkvæma hóps til muna. En hvernig er greiðslukerfið í dag og hvaða breytingar eru í farvatninu? Frá árinu 2006 hafa þeir foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem hvorki geta unnið né stundað nám vegna mikillar umönnunar eigin barns átt rétt á fjárhagsaðstoð frá ríkinu, svokölluðum foreldragreiðslum. Eru þær í eðli sínu ólíkar umönnunargreiðslum, enda er foreldragreiðslunum ætlað að mæta framfærslu vegna fjarveru af vinnumarkaði á meðan umönnunargreiðslurnar eiga að taka á umönnun og auknum útgjöldum tengt veikindunum. Þrátt fyrir að tilkoma foreldragreiðslna hafi verið mikill sigur á sínum tíma er löngu ljóst að regluverkið í kringum greiðslurnar er úrelt og ekki í takt við þarfir foreldranna. Í dag skapast réttur til foreldragreiðslna eingöngu að uppfylltum ströngum skilyrðum um sjúkdóms- eða fötlunarstig. Hafi foreldri verið á vinnumarkaði eru greiðslurnar tekjutengdar fyrstu sex mánuðina, eftir að réttur hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga er uppurinn, en að þeim tíma loknum taka við grunngreiðslur, alls 241.729 kr. á mánuði. Foreldri sem þiggur greiðslurnar má ekki vera í launuðu starfi eða í námi, greiðslurnar eru skattskyldar og ekki er unnt að greiða af þeim í lífeyrissjóð. Það gefur augaleið að þær skorður sem foreldrum í þessari stöðu eru settar, bæði varðandi upphæð greiðslnanna en ekki síður krafa um hlé frá þátttöku í samfélaginu, skapa kjöraðstæður fyrir félagslega einangrun og fátækt. Að eiga langveikt eða mikið fatlað barn útilokar í flestum tilvikum möguleika beggja foreldra til að skuldbinda sig í fulla vinnu utan heimilis, en það að þessum foreldrum sé bannað að vinna sveigjanlegt hlutastarf eða sækja skóla þegar færi gefst er hins vegar lagaleg ákvörðun ríkisvaldins sem vel er hægt að breyta. Umhyggja hefur undanfarna áratugi unnið ötullega að því að bæta aðbúnað fjölskyldna langveikra barna og átti m.a. þátt í því að umönnunar- og foreldragreiðslukerfið varð að veruleika á sínum tíma. Árið 2015 var fulltrúi frá Umhyggju skipaður í starfshóp á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hafði það markmið að yfirfara greiðslur til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna og gera úbætur á framkvæmd og eðli greiðslnanna. Í starfshópnum sátu einnig fulltrúar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, auk starfsmanna félagsmálaráðuneytisins og fulltrúa frá Tryggingastofnun ríkisins. Vinna starfshópsins tók mun lengri tíma en vonir stóðu til, en snemma árs 2020 lauk hópurinn vinnu sinni og birt var skýrsla með tillögum að nýju, einfaldara og gagnsærra kerfi. Helstu tillögur starfshópsins eru eftirfarandi: Kveðið verði á um allar greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna í sömu lögunum og verði annars vegar um umönnunargreiðslur og hins vegar kostnaðargreiðslur að ræða Greiðslur miðist við umönnunarþörf frekar en ákveðnar greiningar Greiðslurnar fylgi barninu og geti skipst milli fleiri en eins umönnunaraðila Greiðslurnar hafi ekki áhrif á möguleika foreldris til að vinna eða stunda nám Hægt verði að greiða í lífeyrissjóð af greiðslunum Breytingar á lagaumhverfi greiðslna til foreldra langveikra og fatlaðra barna leiði aldrei til lægri greiðslna til þeirra sem njóta greiðslna í núgildandi kerfi Verði tillögur starfshópsins að veruleika í nýju frumvarpi verður um framfaraskref að ræða, einkum með tilliti til félagslegrar stöðu foreldra og tækifæra þeirra til að viðhalda tengslum við atvinnulífið og fagstétt sína, þrátt fyrir veikindi barna sinna. Í þessu samhengi er brýnt að muna að með því að bæta kjör foreldra langveikra barna og rjúfa félagslega einangrun þeirra sparar ríkið að öllum líkindum mikla peninga sem kynnu að falla til síðar vegna örorku, kulnunar og annarra afleiddra sjúkdóma örmagna foreldra. Auk þess skal haft í huga að þessir foreldra takast dagsdaglega á við gríðarlega þunga umönnun og miklar áskoranir inni á eigin heimilum ólíkt því sem áður var þegar börn með þungar stuðningsþarfir bjuggu nær undantekningalaust á stofnunum eða sjúkrahúsum. Það má því ætla að sparnaður ríkisins sé nú þegar töluverður vegna breyttra hátta og löngu tímabært að vinna þessara foreldra, umfram hefðbundna umönnun og uppeldi, sé metin að verðleikum og þeim sé tryggð mannsæmandi framfærsla. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur lyft grettistaki þegar kemur að málefnum barna á undanförnum misserum og er nýtt frumvarp um farsæld barna til marks um þann metnað sem hann hefur lagt í málaflokkinn. Við hjá Umhyggju – félagi langveikra barna treystum því að væntanlegt frumvarp um greiðslur til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna endurspegli þennan sama metnað. Gleymum því ekki að farsæld foreldra er frumskilyrði farsældar barna. Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Að eignast langveikt eða mikið fatlað barn er flestum foreldrum þungbært áfall. Við greiningu vakna áhyggjur hjá foreldrum af velferð barnsins og framtíðarhorfum auk þess sem ótti um fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar lætur fljótt á sér kræla. Langvarandi veikindi og mikil umönnunarþörf takmarka möguleika margra foreldra til fullrar atvinnuþátttöku og aukin útgjöld vegna meðferða, húsnæðisbreytinga og öðru tengt veikindum barnsins setja foreldra oftar en ekki í þrönga stöðu fjárhagslega. Til að mæta þessum áskorunum eiga foreldrar langveikra barna í dag rétt á greiðslum frá ríkinu. Greiðslukerfið sem nú er í gildi er hins vegar flókið, ógagnsætt og í sumum tilvikum óréttlátt. Það er því ánægjulegt að á nýju ári áformi félags- og barnamálaráðherra að leggja fram nýtt frumvarp um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna sem vonandi mun bæta og jafna hag þessa viðkvæma hóps til muna. En hvernig er greiðslukerfið í dag og hvaða breytingar eru í farvatninu? Frá árinu 2006 hafa þeir foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem hvorki geta unnið né stundað nám vegna mikillar umönnunar eigin barns átt rétt á fjárhagsaðstoð frá ríkinu, svokölluðum foreldragreiðslum. Eru þær í eðli sínu ólíkar umönnunargreiðslum, enda er foreldragreiðslunum ætlað að mæta framfærslu vegna fjarveru af vinnumarkaði á meðan umönnunargreiðslurnar eiga að taka á umönnun og auknum útgjöldum tengt veikindunum. Þrátt fyrir að tilkoma foreldragreiðslna hafi verið mikill sigur á sínum tíma er löngu ljóst að regluverkið í kringum greiðslurnar er úrelt og ekki í takt við þarfir foreldranna. Í dag skapast réttur til foreldragreiðslna eingöngu að uppfylltum ströngum skilyrðum um sjúkdóms- eða fötlunarstig. Hafi foreldri verið á vinnumarkaði eru greiðslurnar tekjutengdar fyrstu sex mánuðina, eftir að réttur hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga er uppurinn, en að þeim tíma loknum taka við grunngreiðslur, alls 241.729 kr. á mánuði. Foreldri sem þiggur greiðslurnar má ekki vera í launuðu starfi eða í námi, greiðslurnar eru skattskyldar og ekki er unnt að greiða af þeim í lífeyrissjóð. Það gefur augaleið að þær skorður sem foreldrum í þessari stöðu eru settar, bæði varðandi upphæð greiðslnanna en ekki síður krafa um hlé frá þátttöku í samfélaginu, skapa kjöraðstæður fyrir félagslega einangrun og fátækt. Að eiga langveikt eða mikið fatlað barn útilokar í flestum tilvikum möguleika beggja foreldra til að skuldbinda sig í fulla vinnu utan heimilis, en það að þessum foreldrum sé bannað að vinna sveigjanlegt hlutastarf eða sækja skóla þegar færi gefst er hins vegar lagaleg ákvörðun ríkisvaldins sem vel er hægt að breyta. Umhyggja hefur undanfarna áratugi unnið ötullega að því að bæta aðbúnað fjölskyldna langveikra barna og átti m.a. þátt í því að umönnunar- og foreldragreiðslukerfið varð að veruleika á sínum tíma. Árið 2015 var fulltrúi frá Umhyggju skipaður í starfshóp á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hafði það markmið að yfirfara greiðslur til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna og gera úbætur á framkvæmd og eðli greiðslnanna. Í starfshópnum sátu einnig fulltrúar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, auk starfsmanna félagsmálaráðuneytisins og fulltrúa frá Tryggingastofnun ríkisins. Vinna starfshópsins tók mun lengri tíma en vonir stóðu til, en snemma árs 2020 lauk hópurinn vinnu sinni og birt var skýrsla með tillögum að nýju, einfaldara og gagnsærra kerfi. Helstu tillögur starfshópsins eru eftirfarandi: Kveðið verði á um allar greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna í sömu lögunum og verði annars vegar um umönnunargreiðslur og hins vegar kostnaðargreiðslur að ræða Greiðslur miðist við umönnunarþörf frekar en ákveðnar greiningar Greiðslurnar fylgi barninu og geti skipst milli fleiri en eins umönnunaraðila Greiðslurnar hafi ekki áhrif á möguleika foreldris til að vinna eða stunda nám Hægt verði að greiða í lífeyrissjóð af greiðslunum Breytingar á lagaumhverfi greiðslna til foreldra langveikra og fatlaðra barna leiði aldrei til lægri greiðslna til þeirra sem njóta greiðslna í núgildandi kerfi Verði tillögur starfshópsins að veruleika í nýju frumvarpi verður um framfaraskref að ræða, einkum með tilliti til félagslegrar stöðu foreldra og tækifæra þeirra til að viðhalda tengslum við atvinnulífið og fagstétt sína, þrátt fyrir veikindi barna sinna. Í þessu samhengi er brýnt að muna að með því að bæta kjör foreldra langveikra barna og rjúfa félagslega einangrun þeirra sparar ríkið að öllum líkindum mikla peninga sem kynnu að falla til síðar vegna örorku, kulnunar og annarra afleiddra sjúkdóma örmagna foreldra. Auk þess skal haft í huga að þessir foreldra takast dagsdaglega á við gríðarlega þunga umönnun og miklar áskoranir inni á eigin heimilum ólíkt því sem áður var þegar börn með þungar stuðningsþarfir bjuggu nær undantekningalaust á stofnunum eða sjúkrahúsum. Það má því ætla að sparnaður ríkisins sé nú þegar töluverður vegna breyttra hátta og löngu tímabært að vinna þessara foreldra, umfram hefðbundna umönnun og uppeldi, sé metin að verðleikum og þeim sé tryggð mannsæmandi framfærsla. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur lyft grettistaki þegar kemur að málefnum barna á undanförnum misserum og er nýtt frumvarp um farsæld barna til marks um þann metnað sem hann hefur lagt í málaflokkinn. Við hjá Umhyggju – félagi langveikra barna treystum því að væntanlegt frumvarp um greiðslur til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna endurspegli þennan sama metnað. Gleymum því ekki að farsæld foreldra er frumskilyrði farsældar barna. Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar