Uppskriftir sigurvegara Árni Matthíasson skrifar 7. desember 2020 10:45 Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun