Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 14:40 Píla kemur til Íslands þann 10. janúar frá Alicante. Björgunarsveitin leitar ferðafélaga fyrir hana. Aðsend Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni. Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni.
Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent