Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 17:05 Dagur B. Eggertsson segir að staðir verði opnaðir um alla höfuðborg um helgar þar sem fólk geti skellt sér í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. „Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira