Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Bryndís Baldvinsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir skrifa 4. desember 2020 13:00 Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun