Enn af andvaraleysi Alþingis gagnvart utanríkismálum Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2020 11:00 Í lok þessarar viku eru sjö mánuðir frá því að utanríkismál voru síðast á dagskrá Alþingis. Meira en hálft ár. Það er ef frá er talin 30 mínútna umræða um græna utanríkisstefnu í október sl. sem þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku þátt í. Viðbrögð við yfirstandandi heimsfaraldri hafa vissulega þurft að vera í forgrunni í störfum þingsins frá því í vor. Faraldurinn hefur hins vegar einnig mikil áhrif á utanríkismál Íslands sem hafa líklega sjaldan verið mikilvægari. Þær áskoranir sem heimurinn stóð frammi fyrir áður en faraldurinn skall á eru enn stærri og erfiðari viðureignar nú og nýjar áskoranir hafa bæst við. Það á við hvort sem litið er til heilbrigðismála, heimsviðskipta, öryggis- og varnarmála, mannréttinda-, þróunar- og umhverfismála, matvælaöryggis eða lýðræðisþróunar. Þessu til viðbótar hefur fráfarandi forseti Bandaríkjanna, helsta bandalagsríkis Íslands á sviði öryggis- og varnarmála, varið síðustu fjórum árum í að grafa undan samvinnu vestrænna ríkja á öllum sviðum alþjóðlegs samstarfs og veikt þannig getu þeirra til að takast á við ofangreindar áskoranir. Alþjóðleg þróun hefur óumdeilanlega bein áhrif á hagsmuni og velferð Íslands, efnahagslega stöðu og öryggi. Í alþjóðavæddum heimi á smáríki eins og Ísland enn fremur allt undir öflugu fjölþjóðasamstarfi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Alþingi þarf að vera meðvitað um þá stöðu sem nú blasir við þjóðum heims og geta tekist á við breytta heimsmynd að faraldrinum yfirstöðnum. Til þess þarf málaflokkurinn að vera reglulega á dagskrá. Það er full ástæða til að kalla eftir umræðu á Alþingi með þátttöku utanríkisráðherra um þær áskoranir sem blasa við í íslenskum utanríkismálum vegna og í kjölfar heimsfaraldursins. Varpa þarf ljósi á álitamál og veita ráðherra aðhald í störfum sínum á þessum sérstaka tíma. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok þessarar viku eru sjö mánuðir frá því að utanríkismál voru síðast á dagskrá Alþingis. Meira en hálft ár. Það er ef frá er talin 30 mínútna umræða um græna utanríkisstefnu í október sl. sem þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku þátt í. Viðbrögð við yfirstandandi heimsfaraldri hafa vissulega þurft að vera í forgrunni í störfum þingsins frá því í vor. Faraldurinn hefur hins vegar einnig mikil áhrif á utanríkismál Íslands sem hafa líklega sjaldan verið mikilvægari. Þær áskoranir sem heimurinn stóð frammi fyrir áður en faraldurinn skall á eru enn stærri og erfiðari viðureignar nú og nýjar áskoranir hafa bæst við. Það á við hvort sem litið er til heilbrigðismála, heimsviðskipta, öryggis- og varnarmála, mannréttinda-, þróunar- og umhverfismála, matvælaöryggis eða lýðræðisþróunar. Þessu til viðbótar hefur fráfarandi forseti Bandaríkjanna, helsta bandalagsríkis Íslands á sviði öryggis- og varnarmála, varið síðustu fjórum árum í að grafa undan samvinnu vestrænna ríkja á öllum sviðum alþjóðlegs samstarfs og veikt þannig getu þeirra til að takast á við ofangreindar áskoranir. Alþjóðleg þróun hefur óumdeilanlega bein áhrif á hagsmuni og velferð Íslands, efnahagslega stöðu og öryggi. Í alþjóðavæddum heimi á smáríki eins og Ísland enn fremur allt undir öflugu fjölþjóðasamstarfi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Alþingi þarf að vera meðvitað um þá stöðu sem nú blasir við þjóðum heims og geta tekist á við breytta heimsmynd að faraldrinum yfirstöðnum. Til þess þarf málaflokkurinn að vera reglulega á dagskrá. Það er full ástæða til að kalla eftir umræðu á Alþingi með þátttöku utanríkisráðherra um þær áskoranir sem blasa við í íslenskum utanríkismálum vegna og í kjölfar heimsfaraldursins. Varpa þarf ljósi á álitamál og veita ráðherra aðhald í störfum sínum á þessum sérstaka tíma. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar