(fag)Mennskan Einar Hermannsson skrifar 1. desember 2020 18:40 Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun