Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2020 13:04 Helga Vala segist, eftir dóm MDE í Landsréttarmálinu svokallaða, ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum. Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta. Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta.
Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14