Bent á að leita til prests skömmu áður en æxlið fannst Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. nóvember 2020 20:36 Reynheiður var borin til grafar í ágúst. Sama dag var greint frá því að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun. Vísir/Frikki Lögfræðingur fjölskyldu konu, sem lést úr leghálskrabbameini í haust, hefur óskað eftir ítarlegri greiningu Landlæknis á leghálssýnum sem voru tekin hjá Krabbameinsfélaginu 2016 og 2018. Þá hefur verið kvartað undan heilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni en heimilislæknir benti konunni í tvígang á að leita til prests réttur áður en æxlið fannst. Sama dag og 35 ára gömul eiginkona og tveggja barna móðir var jörðuð í haust voru fréttir sagðar af mistökum við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu sem urðu til þess að kona greindist með ólæknandi krabbamein. Eiginmaður og móðir konunnar ákváðu að leita til lögfræðings þar sem þau óttuðust að mistök hefðu verið gerð í hennar máli. Hefði farið í legnám Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur nú fengið sjúkraskýrslu konunnar sem sýnir að hún hafi ekki verið látin vita af frumubreytingum sem greinst árið 2016. „Eiginmaður hennar hefur sagt að ef hún hefði fengið þessar fregnir hefði hún farið í legnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögfræðingur fjölskyldunnar. Enda hafi hún verið í áhættuhópi eftir keiluskurð árið 2009. Þá sýna gögnin að engar frumubreytingar hafi fundist við sýnatöku árið 2018. „Mér þykir skrítið að hún sé komin með tíu sentímetra æxli rétt tæpu ári eftir að hún fer í sýnatöku og að þetta hafi verið niðurstaðan,“ segir Hilma. Kvörtun hafi verið send til Landlæknis þar sem óskað er eftir því að sýnin frá 2016 og 2018 verði rannsökuð ítarlega. Lögfræðingur fjölskyldunnar telur lög og siðareglur hafa verið margbrotnar.Vísir Blæddi nánast út á gólfinu heima Af sjúkragögnunum sést einnig að Reynheiður hafði leitað til heimilislæknis í tvígang vegna vanlíðan mjög skömmu áður en henni blæddi nánast út á gólfinu heima hjá sér. Hún var greind með andlegt álag og ráðlagt að leita til prests. „Það er ofsalega skrítin greining hjá lækni þegar hún leitar í tvígang með viku millibili. Hún er augljóslega ekki skoðuð og það fer ekki nein rannsókn fram á hennar líðan. Það er í rauninni farið með hana eins og hún sé þunglynd en hún hefur ekki neina sögu um þunglyndi,“ segir Hilma. Það hefði þó engu breytt varðandi æxlið. „En það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það að fjölskyldan hennar, eiginmaður og börn, hefðu þurft að horfa upp á hana svona veika og senda á sjúkrabíl á landspítala,“ segir Hilma. Viðbótarkvörtun hefur verið send til Landlæknis vegna þessa. „Við teljum að lög, reglur og siðareglur lækna hafi verið margbrotnar,“ segir Hilma. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Sama dag og 35 ára gömul eiginkona og tveggja barna móðir var jörðuð í haust voru fréttir sagðar af mistökum við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu sem urðu til þess að kona greindist með ólæknandi krabbamein. Eiginmaður og móðir konunnar ákváðu að leita til lögfræðings þar sem þau óttuðust að mistök hefðu verið gerð í hennar máli. Hefði farið í legnám Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur nú fengið sjúkraskýrslu konunnar sem sýnir að hún hafi ekki verið látin vita af frumubreytingum sem greinst árið 2016. „Eiginmaður hennar hefur sagt að ef hún hefði fengið þessar fregnir hefði hún farið í legnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögfræðingur fjölskyldunnar. Enda hafi hún verið í áhættuhópi eftir keiluskurð árið 2009. Þá sýna gögnin að engar frumubreytingar hafi fundist við sýnatöku árið 2018. „Mér þykir skrítið að hún sé komin með tíu sentímetra æxli rétt tæpu ári eftir að hún fer í sýnatöku og að þetta hafi verið niðurstaðan,“ segir Hilma. Kvörtun hafi verið send til Landlæknis þar sem óskað er eftir því að sýnin frá 2016 og 2018 verði rannsökuð ítarlega. Lögfræðingur fjölskyldunnar telur lög og siðareglur hafa verið margbrotnar.Vísir Blæddi nánast út á gólfinu heima Af sjúkragögnunum sést einnig að Reynheiður hafði leitað til heimilislæknis í tvígang vegna vanlíðan mjög skömmu áður en henni blæddi nánast út á gólfinu heima hjá sér. Hún var greind með andlegt álag og ráðlagt að leita til prests. „Það er ofsalega skrítin greining hjá lækni þegar hún leitar í tvígang með viku millibili. Hún er augljóslega ekki skoðuð og það fer ekki nein rannsókn fram á hennar líðan. Það er í rauninni farið með hana eins og hún sé þunglynd en hún hefur ekki neina sögu um þunglyndi,“ segir Hilma. Það hefði þó engu breytt varðandi æxlið. „En það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það að fjölskyldan hennar, eiginmaður og börn, hefðu þurft að horfa upp á hana svona veika og senda á sjúkrabíl á landspítala,“ segir Hilma. Viðbótarkvörtun hefur verið send til Landlæknis vegna þessa. „Við teljum að lög, reglur og siðareglur lækna hafi verið margbrotnar,“ segir Hilma.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48