Cher kemur einmana fíl til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 08:28 Kaavan hefur verið einn um árabil og er sagður þurfa ýmiskonar hjálp. AP/Anjum Naveed Söngkonan Cher er nú stödd í Pakistan þar sem hún tekur þátt í björgun fílsins Kaavan, sem hefur verið kallaður sá fíll heimsins sem er mest einmana. Kaavan hefur varið 35 árum í dýragarði í Pakistan en maki hans dó árið 2012 og síðan þá hefur hann verið einn. Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna. Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna.
Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira