Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi. Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent