Tölvuþrjótar krefja Man Utd um lausnargjald Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:11 Manchester United vann öruggan sigur í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en í kvöld bárust fréttir þess efnis að félagið hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Matthew Peters/Getty Images Tölvuþrjótar hafa brotist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þaðan mikilvægum upplýsingum. Krefja þeir nú félagið um milljónir punda ellegar muni þeir birta upplýsingarnar. Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega. Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega.
Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira