Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum, og Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Vísir/Arnar Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira