Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 10:31 Michael Flynn, fyrrverandi undirhershöfðingi, entist aðeins 24 daga í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump eftir að í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands eftir kosningarnar 2016 en áður en Trump tók við völdum. vísir/EPA Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Áður hafði Flynn reynt að draga játningar sínar til baka og hóf að halda því fram að hann væri fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar og saksóknara. Lögmenn Trump forseta sem reyna að hnekkja úrslitum forsetakosninganna úthýstu Sidney Powell, lögmanni Flynn, í vikunni en hún hefur haldið fram framandlegum samsæriskenningum um meint kosningasvik. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump ætli sér að náða Flynn og nokkra aðra einstaklinga áður en hann lætur af embætti 20. janúar. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Flynn. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Áður hafði Flynn reynt að draga játningar sínar til baka og hóf að halda því fram að hann væri fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar og saksóknara. Lögmenn Trump forseta sem reyna að hnekkja úrslitum forsetakosninganna úthýstu Sidney Powell, lögmanni Flynn, í vikunni en hún hefur haldið fram framandlegum samsæriskenningum um meint kosningasvik. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump ætli sér að náða Flynn og nokkra aðra einstaklinga áður en hann lætur af embætti 20. janúar. Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Flynn. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00