Hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 10:01 Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi, en þema ársins er “Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!". Sökum COVID-19 verður engin Ljósaganga í ár sem vanalega markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur svo 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Harpa verður hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, en liturinn er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Í dag skulum við í stað Ljósagöngu kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020. Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Það er staðreynd að í neyð líkt og nú ríkir á heimsvísu eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum. Í sumum löndum hefur fjölgun hringinga í neyðarlínur fimmfaldast. Annars staðar hefur formlegum kvörtunum um heimilisofbeldi fækkað þar sem erfiðara reynist fyrir þolendur að sækja sér hjálpar eftir hefbundnum leiðum. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur. Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum. Á sama tíma og 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19 eru konur, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem drepnar eru á hverjum einasta degi allan ársins hring. Af hverju erum við ekki brjáluð yfir því ofbeldi og mannréttindabrotum sem framin eru gegn konum og stúlkum á hverjum einasta degi? Af hverju höfum við ekki gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við ofbeldisheimsfaraldrinum sem geysað hefur frá örófi alda? UN Women er til staðar fyrir konur í faraldrinum og mætir þörfum þeirra. UN Women þrýstir á að konum sem beittar eru heimilisofbeldi sé veittur aðgangur að viðeigandi þjónustu; lögreglu, neyðarmóttöku og athvörfum. Í kvennaathvörfum UN Women hljóta konur heilbrigðisþjónustu, sálræna aðstoð, lagalega aðstoð og atvinnutækifæri auk þess að búa við öruggt húsaskjól. Við hjá UN Women á Íslandi erum uggandi yfir bakslaginu sem COVID-19 hefur haft á jafnréttisbaráttuna. Bakslagið veldur því að aldrei hefur þörfin fyrir fjármagn til UN Women verið meiri. Með því að kaupa táknrænar gjafir UN Women getum við öll; einstaklingar og stjórnendur fyrirtækja, lyft grettistaki í að snúa þróuninni við. Saman getum við verið ljós í myrkri fyrir konur um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi, en þema ársins er “Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!". Sökum COVID-19 verður engin Ljósaganga í ár sem vanalega markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur svo 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Harpa verður hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, en liturinn er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Í dag skulum við í stað Ljósagöngu kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020. Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Það er staðreynd að í neyð líkt og nú ríkir á heimsvísu eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum. Í sumum löndum hefur fjölgun hringinga í neyðarlínur fimmfaldast. Annars staðar hefur formlegum kvörtunum um heimilisofbeldi fækkað þar sem erfiðara reynist fyrir þolendur að sækja sér hjálpar eftir hefbundnum leiðum. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur. Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum. Á sama tíma og 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19 eru konur, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem drepnar eru á hverjum einasta degi allan ársins hring. Af hverju erum við ekki brjáluð yfir því ofbeldi og mannréttindabrotum sem framin eru gegn konum og stúlkum á hverjum einasta degi? Af hverju höfum við ekki gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við ofbeldisheimsfaraldrinum sem geysað hefur frá örófi alda? UN Women er til staðar fyrir konur í faraldrinum og mætir þörfum þeirra. UN Women þrýstir á að konum sem beittar eru heimilisofbeldi sé veittur aðgangur að viðeigandi þjónustu; lögreglu, neyðarmóttöku og athvörfum. Í kvennaathvörfum UN Women hljóta konur heilbrigðisþjónustu, sálræna aðstoð, lagalega aðstoð og atvinnutækifæri auk þess að búa við öruggt húsaskjól. Við hjá UN Women á Íslandi erum uggandi yfir bakslaginu sem COVID-19 hefur haft á jafnréttisbaráttuna. Bakslagið veldur því að aldrei hefur þörfin fyrir fjármagn til UN Women verið meiri. Með því að kaupa táknrænar gjafir UN Women getum við öll; einstaklingar og stjórnendur fyrirtækja, lyft grettistaki í að snúa þróuninni við. Saman getum við verið ljós í myrkri fyrir konur um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun