Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 18:40 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“ Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúman mánuð. Hann segir fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar nota nefndina til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. „Ég er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Dæmi um þetta sé umfjöllun um meint vanhæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla við Samherja. „Það að hann sé að tiltaka sérstaklega að það séu fulltrúar minnihlutans og stjórnarandstaðan sem sé að flagga ákveðnum málum er einfaldlega til marks um að þingmenn eru ekki bara mættir í vinnuna. Heldur eru þeir að sinna henni,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefndinni. Brynjar hefur óskað eftir að fá að hætta en formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki búið að ræða það. Formennsku í nefndum var skipt eftir þingstyrk stjórnar- og stjórnarndstöðuflokka á kjörtímabilinu og Bjarni Benediktsson segir það hafa gengið misjafnlega. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á,“ segir Bjarni. Formennska var í höndum Samfylkingar fyrstu tvö árin og síðan Pírata. Jón Þór Ólafsson tók við nefndinni í haust. „Brynjar hefur náttúrulega ekki verið að mæta vel á fundi,“ segir Jón Þór. „Og er ekki meðvitaður um stöðu nefndarinnar. Sem er mjög góð. Þetta virðist vera einhver gömul gremja.“ Umræða valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra vegna faraldursins hefur farið fram á flestum fundum nefndarinnar í haust. Brynjar hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir og Jón Þór segist hafa saknað sjónarmiða hans í nefndinni þar sem illa hefur gengið að koma upplýsingabeiðnum til ráðherra um aðgerðirnar í gegnum nefndina. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar AlþingisVísir/Vilhelm „Þannig það er betra að fá einhvern annan inn í nefndina til að aðstoða með það. Sér í lagi þegar hann hleypur síðan bara í fjölmiðla óupplýstur með sína gagnrýni.“ Þorbjörg tekur undir þetta. „Undanfarnar vikur hef ég verið að velta fyrir mér hvar Brynjar eiginlega er. Því að í nefndinni hefur verið mikil umræða um sóttvarnaraðgerðir, um valdmörk, um meðalhóf og lagaheimildir stjórnvalda. Mál sem hann hefur sýnt mjög mikinn áhuga í fjölmiðlum og ég sakna þess að sjá hann ekki taka þátt í þeim umræðum og fylgja sínum sjónarmiðum eftir á sínum starfsvettvangi.“
Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Sjá meira