Njósnarinn hjá Lúxemborg óttast Tryggva og segir Ísland vera með sterkasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:00 Fjórir leikmenn Slóvakíu í kringum Tryggva Snæ Hlinason í febrúar síðastliðnum Vísir/Bára Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason. Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar. Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar. „Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg. „Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg. Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik. Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar. Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Pit Rodenbourg sá um að leikgreina mótherja Lúxemborg fyrir leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn í forkeppni fyrir HM 2023 og hann talar vel um íslenska landsliðið og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason. Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu á fimmtudaginn í fyrri leiknum af tveimur í þessum landsleikjaglugga en seinni leikurinn er síðan á móti Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Leikurinn á móti Lúxemborg verður þriðji leikur íslenska liðsins í riðlinum en sá fyrsti á móti Lúxemborg. Ísland tapaði 78-80 á móti Kósóvó og vann 83-74 sigur á Slóvakíu í leikjunum í febrúar. Pit Rodenbourg er aðstoðarþjálfari landsliðs Lúxemborgar og sér einnig um það að njósna um mótherja liðsins. Rodenbourg hefur því kynnt sér íslenska liðið vel og talaði um það í viðtali á heimasíðu Körfuboltasambands Lúxemborgar. „Að mínu mati er Ísland með besta liðið í okkar riðli. Í Tryggva Hlinasyni þá hafa þeir mjög hávaxinn leikmann (215 sm) sem er mjög sterkur undir körfunum. Við verðum að hafa sérstakar gætur á honum því hann er að skora 21 stig í leik og er besti frákastarinn í riðlinum,“ sagði Pit Rodenbourg. „Restin af íslenska liðinu eru líkir okkar strákum og vilja spila svipaðan hraðan bolta og við. Lykilatriði hjá okkur er að setja niður skotin okkar til að ná fram óvæntum úrslitum,“ sagði Rodenbourg. Í fréttinni á heimasíðunni er farið yfir góða frammistöðu Tryggva í spænsku deildinni þar sem hann er með 6,2 stig og 4,6 fráköst í leik. Þrír aðrir leikmenn eru einnig nefndir á nafn en það eru bakverðirnir Sigtryggur Arnar Björnsson og Kári Jónsson auk fyrirliðans Kára Jónssonar. Jón Axel Guðmundsson og Elvar Már Friðriksson eru ekki nafngreindir í fréttinni en þeir léku ekki með íslenska liðinu í febrúar. Báðir hafa verið að gera flotta hluti með liðum sínum í Evrópu, Jón Axel í Þýskalandi og Elvar Már í Litháen.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira