Tekst á við enn eina krísuna Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 12:23 Janet Yellen yrði fyrsta konan til að sinna embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53
Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49