Hækkunin „óneitanlega sérstök“ miðað við ástandið á vinnumarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 10:11 Atvinnuleysi er komið yfir 10 prósent á landinu en launavísitala hækkar á sama tíma. Vísir/vilhelm Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Launaþróunin er ekki í takt við ástandið á vinnumarkaði, þar sem atvinnuleysi eykst enn. Upp er komin „algerlega ný staða í íslenskri hagsögu,“ að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Kaupmáttur eykst Fram kemur í Hagsjánni að „árshækkunartaktur launavísitölunnar“ hafi verið rúmlega 4% allan seinni hluta árs 2019 en vel ofan við 6% allt frá því í apríl síðastliðnum. „Þessi mikla hækkun launavísitölu er óneitanlega dálítið sérstök miðað við þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði,“ segir í Hagsjánni. Hluti af hækkuninni sé líklega áhrif af hækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Þá er kaupmáttaraukning síðan í fyrra enn töluverð, eða 3%, og kaupmáttur launa áfram „mjög mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum“. Þá hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6% á tímabilinu ágúst 2019 til sama mánaðar 2020 og um 8% hjá hinu opinbera. Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli ágúst 2019 og 2020, um 7,8%. Laun skrifstofufólks hækkuðu næst mest, um 7,5%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,7%. Langvarandi sérstaða Íslendinga á undanhaldi Þá er bent á í Hagsjánni að atvinnuleysi sé enn að aukast og nú komið yfir 10%. Enn sé vinnumarkaðurinn þrunginn óvissu. „Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis er óvissan um atvinnustigið enn mikil og því miður líklegt að töluvert atvinnuleysi verði langvinnt. Þessi jákvæða launaþróun er því ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu hækka samkvæmt kjarasamningum í upphafi næsta árs og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu,“ segir í Hagsjánni. „Þessi staða er algerlega ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Þessar síðustu tvær kreppur eru sérstakar að því leyti að svo virðist sem sú langvarandi sérstaða okkar að ná að vernda atvinnustigið í kreppum sé á undanhaldi.“ Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Launaþróunin er ekki í takt við ástandið á vinnumarkaði, þar sem atvinnuleysi eykst enn. Upp er komin „algerlega ný staða í íslenskri hagsögu,“ að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Kaupmáttur eykst Fram kemur í Hagsjánni að „árshækkunartaktur launavísitölunnar“ hafi verið rúmlega 4% allan seinni hluta árs 2019 en vel ofan við 6% allt frá því í apríl síðastliðnum. „Þessi mikla hækkun launavísitölu er óneitanlega dálítið sérstök miðað við þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði,“ segir í Hagsjánni. Hluti af hækkuninni sé líklega áhrif af hækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga. Þá er kaupmáttaraukning síðan í fyrra enn töluverð, eða 3%, og kaupmáttur launa áfram „mjög mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum“. Þá hækkuðu laun á almenna markaðnum um 6% á tímabilinu ágúst 2019 til sama mánaðar 2020 og um 8% hjá hinu opinbera. Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest milli ágúst 2019 og 2020, um 7,8%. Laun skrifstofufólks hækkuðu næst mest, um 7,5%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,7%. Langvarandi sérstaða Íslendinga á undanhaldi Þá er bent á í Hagsjánni að atvinnuleysi sé enn að aukast og nú komið yfir 10%. Enn sé vinnumarkaðurinn þrunginn óvissu. „Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis er óvissan um atvinnustigið enn mikil og því miður líklegt að töluvert atvinnuleysi verði langvinnt. Þessi jákvæða launaþróun er því ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu hækka samkvæmt kjarasamningum í upphafi næsta árs og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu,“ segir í Hagsjánni. „Þessi staða er algerlega ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Þessar síðustu tvær kreppur eru sérstakar að því leyti að svo virðist sem sú langvarandi sérstaða okkar að ná að vernda atvinnustigið í kreppum sé á undanhaldi.“
Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent