Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 14:50 Starfsmenn kjörstjórnar í Milwaukee handtelja atkvæði í endurtalningu sem framboð Trump fór fram á. Á móti þeim sitja eftirlitsmenn sem fylgjast með talningunni. Fulltrúar Trump eru sagðir hafa hægt mjög á talningunni með aragrúa athugasemda og spurninga. AP/Nam Y. Huh Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38