Býður hærri vexti á innlánum í nýju appi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 15:05 Hilmar Kristinsson er verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku banka. Vísir/Vilhelm Auður, fjármálaþjónusta Kviku, hefur gefið út app fyrir viðskiptavini sína og tvo nýja innlánsreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokkum, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Nýju reikningarnir eru annars vegar með sex mánaða binditíma og 1,55% vöxtum og hins vegar með 12 mánaða binditíma og 1,75% vöxtum. Um er að ræða fastvaxtareikninga sem þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. Til samanburðar bjóða aðrar innlendar bankastofnanir upp á sambærilega reikninga með vöxtum að meðaltali 1,10% fyrir 6 mánaða reikninga og 1,28% fyrir tólf mánaða reikninga og í sumum tilfellum er gerð krafa um lágmarksinnstæðu. Auður hóf að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu í byrjun síðasta árs. Í tilkynningu frá Auði segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að á fyrsta mánuðinum höfðu á fimmta þúsund viðskiptavina stofnað innlánsreikninga hjá Auði. Viðskiptavinum hafi fjölgað ört síðan. Með nýju reikningunum er hægt að velja um fjórar innlánaleiðir hjá Auði. Auk nýju reikninganna er óbundinn sparnaðarreikningur sem ber 1% vexti og reikningur bundinn til 3 mánaða með 1,35% vöxtum. „Það er einnig afar ánægjulegt að tilkynna að ekki er lengur gerð krafa um 250 þúsund króna lágmarksinnstæðu svo nú geta allir notið hæstu mögulegu innlánsvaxta Auðar. Auður er eftir sem áður besti kosturinn fyrir fólk sem vill fá hæstu mögulegu innlánsvexti á sparnaðinn sinn,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku. Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55 Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Auður, fjármálaþjónusta Kviku, hefur gefið út app fyrir viðskiptavini sína og tvo nýja innlánsreikninga með hæstu mögulegu innlánsvöxtum í sínum flokkum, samkvæmt samanburðarsíðunni Aurbjörgu. Nýju reikningarnir eru annars vegar með sex mánaða binditíma og 1,55% vöxtum og hins vegar með 12 mánaða binditíma og 1,75% vöxtum. Um er að ræða fastvaxtareikninga sem þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann. Til samanburðar bjóða aðrar innlendar bankastofnanir upp á sambærilega reikninga með vöxtum að meðaltali 1,10% fyrir 6 mánaða reikninga og 1,28% fyrir tólf mánaða reikninga og í sumum tilfellum er gerð krafa um lágmarksinnstæðu. Auður hóf að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu í byrjun síðasta árs. Í tilkynningu frá Auði segir að viðtökurnar hafi verið slíkar að á fyrsta mánuðinum höfðu á fimmta þúsund viðskiptavina stofnað innlánsreikninga hjá Auði. Viðskiptavinum hafi fjölgað ört síðan. Með nýju reikningunum er hægt að velja um fjórar innlánaleiðir hjá Auði. Auk nýju reikninganna er óbundinn sparnaðarreikningur sem ber 1% vexti og reikningur bundinn til 3 mánaða með 1,35% vöxtum. „Það er einnig afar ánægjulegt að tilkynna að ekki er lengur gerð krafa um 250 þúsund króna lágmarksinnstæðu svo nú geta allir notið hæstu mögulegu innlánsvaxta Auðar. Auður er eftir sem áður besti kosturinn fyrir fólk sem vill fá hæstu mögulegu innlánsvexti á sparnaðinn sinn,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir fjártækni hjá Kviku.
Neytendur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55 Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stýrivextir lækka óvænt Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75% 18. nóvember 2020 08:55
Landsbankinn hækkar vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbankanum hækka um 0,15 til 0,20 prósentustig frá og með þriðjudeginum 17. nóvember. 16. nóvember 2020 23:31