Ingibjörg skoraði fyrsta markið þegar Vålerenga fór áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 12:51 Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins en hún spilar í vörninni. Getty/VI Images Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðrdóttir var á skotskónum í 7-0 sigri Vålerenga á litháenska liðinu Gintra-Universitetas í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Vålerenga er því eitt af 32 liðunum sem verða í pottinum þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Ingibjörg Sigurðrdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og kom sínu liði á blað. Ingibjörg skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá hinni hollensku Sherida Spitse. 18 min. MÅL! Corner fra høyre, Sherida Spitse slår inn og der kommer Ingibjørg Sigurdardottir stormende og setter pannebrasken til kula som fyker inn i nettmaskene. 0-1. Deilig!— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 19, 2020 Hin danska Rikke Madsen kom Vålerenga í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks var líklega sjálfsmark þó að UEFA skrái það á hina serbnesku Dejönu Stefanović. UEFA-síðan skráði líka stoðsendingu á Ingibjörgu í þriðja markinu en Twitter-síða Vålerenga er ekki alveg sammála því. Það er mikið í gangi hjá liðinu þessa dagana enda Vålerenga liðið að keppa á þremur vígstöðvum. Þjálfarinn gat því leyft sér að hvíla Ingibjörgu og hann tók hana því af velli í hálfleik. Dejana Stefanović, Ajara Nchout og Synne Jensen bættu við mörkum í seinni hálfleiknum auk þess að Gintra skoraði eitt sjálfsmark og Vålerenga vann því á endanum stórsigur. Cloé Eyja Lacasse og félagar í Benfica komust líka áfram í 32 liða úrslitin með 2-1 útisigri á Anderlecht í Belgíu í gær. Nycole Raysla skoraði bæði mörkin fyrir Benfica liðið. Í 32 liða úrslitunum eru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon sem og Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård. María Þórisdóttir og Chelsea liðið er einnig í pottinum. Þar verður líka skoska liðið Glasgow City sem vann Val í vítakeppni á Hlíðarenda í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðrdóttir var á skotskónum í 7-0 sigri Vålerenga á litháenska liðinu Gintra-Universitetas í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Vålerenga er því eitt af 32 liðunum sem verða í pottinum þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Ingibjörg Sigurðrdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og kom sínu liði á blað. Ingibjörg skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá hinni hollensku Sherida Spitse. 18 min. MÅL! Corner fra høyre, Sherida Spitse slår inn og der kommer Ingibjørg Sigurdardottir stormende og setter pannebrasken til kula som fyker inn i nettmaskene. 0-1. Deilig!— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 19, 2020 Hin danska Rikke Madsen kom Vålerenga í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks var líklega sjálfsmark þó að UEFA skrái það á hina serbnesku Dejönu Stefanović. UEFA-síðan skráði líka stoðsendingu á Ingibjörgu í þriðja markinu en Twitter-síða Vålerenga er ekki alveg sammála því. Það er mikið í gangi hjá liðinu þessa dagana enda Vålerenga liðið að keppa á þremur vígstöðvum. Þjálfarinn gat því leyft sér að hvíla Ingibjörgu og hann tók hana því af velli í hálfleik. Dejana Stefanović, Ajara Nchout og Synne Jensen bættu við mörkum í seinni hálfleiknum auk þess að Gintra skoraði eitt sjálfsmark og Vålerenga vann því á endanum stórsigur. Cloé Eyja Lacasse og félagar í Benfica komust líka áfram í 32 liða úrslitin með 2-1 útisigri á Anderlecht í Belgíu í gær. Nycole Raysla skoraði bæði mörkin fyrir Benfica liðið. Í 32 liða úrslitunum eru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon sem og Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård. María Þórisdóttir og Chelsea liðið er einnig í pottinum. Þar verður líka skoska liðið Glasgow City sem vann Val í vítakeppni á Hlíðarenda í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira