Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtali eftir þessa frábæru frammistöðu sína. Skjámynd/Youtube/CrossFit Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira