Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 15:11 Rakel Þorbergsdóttir hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins undanfarin sex ár. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. Með breytingunum sparist hátt í 100 milljónir króna. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir Rakel í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Þremur fastráðnum fréttamönnum Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum. Rakel segir fréttastofuna aftur á móti vera að missa í heildina sex stöðugildi fréttamanna milli ára. „Hin þrjú stöðugildin eru m.a. vegna fækkunar umsjónarmanna í fréttaþáttum auk þess sem nokkrir af reynslumestu fréttamönnum okkar fara í skert starfshlutfall eða láta af störfum þegar þeir ná lífeyrisaldri.“ Heildarskerðingin á fjármagni fréttastofunnar núna jafngildi um níu stöðugildum. Hagrætt sé og skorið niður á öllum póstum í fréttavinnslunni og rekstrinum. Aðspurð hve miklir fjármunir sparist á ársgrundvelli með þessum niðurskurði áætlar Rakel það vera um 90-100 milljónir sé allt talið saman eins og staðan er núna. Ekki sé gert ráð fyrir frekari fækkun starfsmanna á fréttastofunni á þessu ári. Aðspurð hvort frekari hagræðingar séu í gangi hjá Ríkisútvarpinu vísaði Rakel á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri.Reykjavík Hagræðing, samdráttur og fækkun Stefán segir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis á fjórða tímanum að Ríkisútvarpið standi nú frammi fyrir miklu tekjufalli vegna samdráttar í auglýsingatekjum, auk þess sem „tekjuáætlun fjárlaga gerir ráð fyrir lakari innheimtu á útvarpsgjaldi á næsta ári sem nemur mörg hundruð milljónum króna.“ Af þessum ástæðum hafi verið gripið til margvíslegra hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu undanfarnar vikur og mánuði á öllum sviðum. Breytingarnar feli til dæmis í sér tilfærslu á starfsfólki, samdrátt og hagræðingu í stoðdeildum, fækkun í yfirstjórn, auk þess sem svið hafi verið sameinuð og lögð niður. Einnig hafi starfshlutfall starfsmanna verið lækkað með því að ráða ekki í stöður sem losna, sem og með því að segja fólki upp störfum. Fréttin hefur verið uppfærð með svari útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. 18. nóvember 2020 13:16