Átta kerti til minningar um þau sem hafa látist í ár Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 13:21 Minningarstund hefur hingað til farið fram við þyrlupallinn við Landspítalann, en minningarathöfnin verður með breyttu sniði í ár. Samgöngustofa Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“ Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag. Árlega er minning þeirra sem látast í slysum heiðruð á þessum degi en minningarstundin í ár verður sniðin að sérstökum aðstæðum í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Átta hafa látið lífið í umferðarslysum í ár. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann hefur verið árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.til 15. nóvember. Þá verða minningarviðburðir haldnir í dag á vegum Landsbjargar og annarra viðbragðsaðila um allt land og má fylgjast með þeim í streymi á Facebook klukkan 19 í kvöld. Allar útvarpsstöðvar landsins munu svo spila lagið When I Think of Angels klukkan 14:00, en lagið er einkennislag dagsins. Dagskrárgerðarfólk mun hvetja hlustendur til einnar mínútu þagnar á meðan þeir hlusta á lagið. Klukkan 15:00 munu svo fulltrúar starfsfólks Neyðarlínunnar, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Landsbjargar, Rauða krossins og neyðarmóttöku Landspítalans koma saman við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Munu fulltrúarnir votta virðingu sína, enda störf þeirra í beinum tengslum við að líkna og bjarga fólki. Hugað verður sérstaklega að fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og nálægðartakmörkunum. Kveikt verður á átta kertum fyrir framan Skógarhlíðina, en átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. „Sú hefð hefur einnig skapst hér á landi að færa á þessum degi viðbragðsaðilum þakkir fyrir óeigingjarnt starf sitt. Fólki sem svo margir eiga líf sitt og heilsu að þakka eftir umferðarslys,“ segir í tilkynningu vegna dagsins, en athöfnin er að frumkvæði starfsmanna Björgunarmiðstöðvarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa sent kveðjur í tilefni dagsins. Sjálfur missti Sigurður Ingi foreldra sína í umferðarslysi í Svínahrauni árið 1987 þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. „Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar,“ skrifaði Sigurður Ingi þegar hann minntist dagsins árið 2017. Í ávarpi sínu hvetur Sigurður Ingi fólk til þess að fara varlega í umferðinni svo hægt verði að útrýma banaslysum. „Við þurfum að standa saman um að útrýma banaslysum. Við erum lítið samfélag og náum árangri sem samfélag. Förum varlega í umferðinni og strengjum þess heit að koma heil heim.“
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira