Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Ungverjar fögnuðu EM-sætinu ákaft í gær og gera sjálfsagt enn. Getty/Laszlo Szirtesi Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. „Þetta kvöld gæti ekki verið stórkostlegra! Ég vona að stuðningsmennirnir séu stoltir því liðið á þetta skilið. Ég er himinlifandi að vera hérna sem fulltrúi Ungverjalands. Hér hef ég búið lengi með minni fjölskyldu og fyrir mér er þetta svo sannarlega mitt heimili,“ sagði Nego í skýjunum eftir 2-1 sigur Ungverja á Íslandi í gær. Sigur sem skilaði Ungverjalandi á EM. Þegar Ungverjum virtust allar bjargar bannaðar jafnaði Nego metin af stuttu færi á 88. mínútu, eftir að hafa aðeins verið inni á vellinum í nokkrar mínútur. Íslenska liðið fór þá úr skotgröfunum og Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja í blálokin. Mark Negos má sjá hér að neðan. Klippa: Ungverjaland - Ísland 1-1 Aðeins er mánuður síðan að Nego lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ungverja, í undanúrslitaleiknum gegn Búlgaríu. Reglum FIFA breytt og Nego lék fyrsta landsleik fyrir mánuði Nego, sem er 29 ára, er fæddur og uppalinn í Frakklandi og á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakka. Hann fluttist fyrst til Ungverjalands fyrir sjö árum og gekk til liðs við Újpest, liðið sem Aron Bjarnason er á mála hjá. Nego fór svo um tíma til Charlton á Englandi en hefur verið leikmaður Fehervar í Ungverjalandi frá árinu 2015. Nego fékk ungverskan ríkisborgararétt í fyrra en þá var reyndar ekki í spilunum að hann myndi spila fyrir landslið Ungverja. Reglur FIFA bönnuðu það nefnilega, vegna leikja sem hann hafði spilað með unglingalandsliðum Frakka. Loic Nego fagnar jöfnunarmarki sínu sem gaf Ungverjum von um að komast áfram á EM.Getty/Laszlo Szirtesi Reglum FIFA var hins vegar breytt núna í haust og þess vegna gat Marco Rossi kallað á Nego í sinn landsliðshóp í síðasta mánuði. Það reyndist ákvörðun upp á EM-sæti og einn og hálfan milljarð króna, ef svo má segja. Upphaflega áttu umspilsleikirnir að fara fram í mars, þegar Nego var ekki kominn með leikheimild, en þeim var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Tengdar fréttir Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. „Þetta kvöld gæti ekki verið stórkostlegra! Ég vona að stuðningsmennirnir séu stoltir því liðið á þetta skilið. Ég er himinlifandi að vera hérna sem fulltrúi Ungverjalands. Hér hef ég búið lengi með minni fjölskyldu og fyrir mér er þetta svo sannarlega mitt heimili,“ sagði Nego í skýjunum eftir 2-1 sigur Ungverja á Íslandi í gær. Sigur sem skilaði Ungverjalandi á EM. Þegar Ungverjum virtust allar bjargar bannaðar jafnaði Nego metin af stuttu færi á 88. mínútu, eftir að hafa aðeins verið inni á vellinum í nokkrar mínútur. Íslenska liðið fór þá úr skotgröfunum og Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja í blálokin. Mark Negos má sjá hér að neðan. Klippa: Ungverjaland - Ísland 1-1 Aðeins er mánuður síðan að Nego lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ungverja, í undanúrslitaleiknum gegn Búlgaríu. Reglum FIFA breytt og Nego lék fyrsta landsleik fyrir mánuði Nego, sem er 29 ára, er fæddur og uppalinn í Frakklandi og á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakka. Hann fluttist fyrst til Ungverjalands fyrir sjö árum og gekk til liðs við Újpest, liðið sem Aron Bjarnason er á mála hjá. Nego fór svo um tíma til Charlton á Englandi en hefur verið leikmaður Fehervar í Ungverjalandi frá árinu 2015. Nego fékk ungverskan ríkisborgararétt í fyrra en þá var reyndar ekki í spilunum að hann myndi spila fyrir landslið Ungverja. Reglur FIFA bönnuðu það nefnilega, vegna leikja sem hann hafði spilað með unglingalandsliðum Frakka. Loic Nego fagnar jöfnunarmarki sínu sem gaf Ungverjum von um að komast áfram á EM.Getty/Laszlo Szirtesi Reglum FIFA var hins vegar breytt núna í haust og þess vegna gat Marco Rossi kallað á Nego í sinn landsliðshóp í síðasta mánuði. Það reyndist ákvörðun upp á EM-sæti og einn og hálfan milljarð króna, ef svo má segja. Upphaflega áttu umspilsleikirnir að fara fram í mars, þegar Nego var ekki kominn með leikheimild, en þeim var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Tengdar fréttir Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36
Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05
Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50