„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:25 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/ArnarHalldórs Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira