Viðhorf til kynjanna jafnast í Bretlandi og Kanada Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 22:51 Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi World Political Leaders, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður framkvæmdastjórnar heimsþings kvenleiðtoga, stýrðu þinginu 2020 úr Hörpu en þingið fór að öðru leyti fram rafrænt. aðsend mynd Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon. Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira