Feður og fæðingar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 07:00 Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun