Ekkert svindl við innflutning félagsmanna FA á pitsaosti Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2020 16:31 Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenzkra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslenzk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, voru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Ýmsir talsmenn landbúnaðarins hafa beint allri athygli að síðastnefndu skýringunni og haft uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl. Í því samhengi hefur sérstaklega verið nefndur innflutningur á pitsaosti, sem inniheldur jurtaolíu og hefur verið fluttur inn til landsins án tolla. Sambærileg innlend vara ekki til Í framhaldi af þessum ásökunum hefur Félag atvinnurekenda aflað upplýsinga bæði hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn pitsaost, og hjá fjármálaráðuneytinu. Sú upplýsingaöflun hefur leitt þrennt í ljós. Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sérstaklega er framleidd fyrir pitsugerð með jurtaolíublöndun til þess að osturinn bráðni jafnar og betur, brenni síður og haldi gæðum lengur. Engin sambærileg vara er til frá innlendum framleiðendum. Í öðru lagi hafa þeir pitsaostar með jurtaolíu, sem félagsmenn FA hafa flutt inn, verið fluttir út úr ríkjum ESB og inn til Íslands á sömu tollnúmerum. Sá innflutningur útskýrir því ekki misræmi í út- og innflutningstölum og skýringa á því hlýtur að vera að leita annars staðar. Fullt samþykki tollayfirvalda Í þriðja lagi liggur fyrir að viðkomandi vörur hafa verið tollflokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla tollskrár sem ekki bera tolla, árum saman og með fullri vitneskju og samþykki tollayfirvalda. Sérfræðingar tollgæzlustjóra hafa verið eindregið þeirrar skoðunar að við blöndun jurtaolíu við ost úr kúamjólk færist varan úr 4. kafla tollskrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokkun m.a. leitað ráðgjafar hjá erlendum tollgæzluembættum og aflað álits Alþjóðatollamálastofnunarinnar (WCO). Á undanförnum mánuðum hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði, þ.e. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og Mjólkursamsalan, farið fram á það við stjórnvöld að tollflokkun umræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði. Þannig sé hagur umræddra aðila réttur í samkeppni við innflutning, á kostnað neytenda. Fjármálaráðuneytið hefur tekið undir þessar kröfur, a.m.k. hvað varðar sumar tegundir slíkra pitsaosta, og beint því til tollgæzlustjóra að umræddar vörur verði flokkaðar í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Umrædd fyrirtæki skoða nú stöðu sína vegna þessarar breytingar á áralangri framkvæmd. Ekki misnotkun á kerfinu Eftir stendur hins vegar að ekki er nokkur leið að saka umrædd fyrirtæki um tollasvindl, smygl eða önnur lögbrot. Fyrirtækin fylgdu leiðbeiningum og ákvörðunum tollayfirvalda um tollflokkun. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum á Alþingi 22. október síðastliðinn, en hann nefndi þar dæmið um pitsaostana og sagði „erfitt að halda fram að menn hafi verið að misnota kerfið þegar tollurinn hafði skoðun á því að varan ætti heima þar sem hún var flokkuð.“ FA ítrekar þá afstöðu sína að tollasvindl eigi ekki að líðast – en engin leið er að kalla þann innflutning, sem hér um ræðir, því nafni.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar