Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:49 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Daníel Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður. Vinnumarkaður Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður.
Vinnumarkaður Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira