Víkingar vonbrigði tímabilsins: „Fór einhvern veginn allt til fjandans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 21:45 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að tímabil Víkinga hefði verið mikil vonbrgði enda ætlaði liðið sér stóra hluti. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Pepsi Max deild karla, mætti í uppgjörsþátt Pepsi Max Stúkunnar þar sem lið hans var valið vonbrigði tímabilsins. Ræddi hann við Kjartan Atla Kjartansson um hvað hefði betur mátt fara og það fáa sem fór vel. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Klárlega, ég er virkilega ósáttur með stigasöfnun liðsins. Við ætluðum okkur stóra hluti, eins og hefur komið fram. Okkar vonir og væntingar voru að ná lengra í deildinni og stíga skrefið fram á við, reyna halda áfram þeirri vegferð sem við vorum á þegar við vorum bikarmeistarar. Svo fór einhvern veginn allt til fjandans,“ sagði Arnar aðspurður hvort hann gæti tekið undir að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins. Hvað fór til fjandans? „Alltaf þegar maður nefnir ástæður er maður að væla og ég þoli ekki þjálfara sem væla of mikið í fjölmiðlum en má ég samt væla aðeins,“ sagði Arnar og glotti. Hann hélt svo áfram. „Ég held að Covid-pásan í byrjun hafi farið illa með nokkur lið og vel með sum lið. Við vorum á góðu róli í vetur og svona í fyrsta skipti í sögu Víkings vorum við með alla okkar leikmenn klára í nóvember. Æfingatímabilið var lagt upp þannig að byrja á fullu í maí og við vorum á góðu róli, að vinna góða sigra. Svo kom pásan og það tók okkur smá tíma að ná áttum eftir þessa pása.“ „Lykilmenn okkar eru komnir til ára sinna [Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason]. Þetta á ekkert bara við um okkar lið, Íslandsmeistarar Vals áttu erfitt uppdráttar í byrjun móts. Svo náðum við okkur aðeins á strik í 3. umferð og unnum FH sannfærandi. Svo kemur fræga umferðin í þeirri 4. þar sem við áttum hörkuleik við KR og hann endaði illa fyrir okkur. Eftir það var þetta orðið smá panic, kannski út af því hvað við ætluðum okkur stóra hluti og það kom upp örvænting í okkar leik.“ „Við unnum tvo leiki eftir Valsleikinn en mestu vonbrigðin voru á útivelli gegn Gróttu. Vorum búnir að vinna tvo leiki, þar af Skagann 6-2 og sá leikur var jafntefli. Eftir það var eins og menn misstu móðinn, misstu hausinn.“ Víkingar fengu fjölda rauðra spjalda í sumar, af hverju? „Kannski eru menn yfir spenntir, vilja og meina vel. Spjöldin í KR leiknum, það var yfir spenningur í ýmsu þó það megi alltaf deila um hvað var og hvað var ekki rautt. Rauða spjaldið gegn Stjörnunni, mér fannst það ekki rautt ef ég á að segja alveg eins og er. Spjaldið út í Ljubljana var klárlega rautt.“ „Þetta gerðist fyrir okkar reynslumestu leikmenn sem maður myndi halda að væri ekki fyrir fram líklegasti hópurinn til að fá rauð spjöld. Ég túlka þetta þannig að þeim hafi langað þetta svo mikið fyrir klúbbinn sinn og þegar menn fundu að þetta var að fara úr okkar höndum kemur yfir spenningur og menn taka ekki alveg réttar ákvarðanir.“ Hvað var Arnar sáttur með í sumar? „Ég var rosalega sáttur með að við mættum í hvern einasta leik og spiluðum okkar leik. Það er ákveðinn grunnur til staðar og það þarf ekki að umturna öllu fyrir næsta tímabil.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Arnar ræðir einnig hvaða leikkerfi hentar Víkingum best og margt fleira. Klippa: Arnar Gunnlaugs ræðir vonbrigða tímabil Víkinga Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30 Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn aðalþjálfari FH til tveggja ára, segir ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. 9. nóvember 2020 19:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í Pepsi Max deild karla, mætti í uppgjörsþátt Pepsi Max Stúkunnar þar sem lið hans var valið vonbrigði tímabilsins. Ræddi hann við Kjartan Atla Kjartansson um hvað hefði betur mátt fara og það fáa sem fór vel. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Klárlega, ég er virkilega ósáttur með stigasöfnun liðsins. Við ætluðum okkur stóra hluti, eins og hefur komið fram. Okkar vonir og væntingar voru að ná lengra í deildinni og stíga skrefið fram á við, reyna halda áfram þeirri vegferð sem við vorum á þegar við vorum bikarmeistarar. Svo fór einhvern veginn allt til fjandans,“ sagði Arnar aðspurður hvort hann gæti tekið undir að Víkingar væru vonbrigði tímabilsins. Hvað fór til fjandans? „Alltaf þegar maður nefnir ástæður er maður að væla og ég þoli ekki þjálfara sem væla of mikið í fjölmiðlum en má ég samt væla aðeins,“ sagði Arnar og glotti. Hann hélt svo áfram. „Ég held að Covid-pásan í byrjun hafi farið illa með nokkur lið og vel með sum lið. Við vorum á góðu róli í vetur og svona í fyrsta skipti í sögu Víkings vorum við með alla okkar leikmenn klára í nóvember. Æfingatímabilið var lagt upp þannig að byrja á fullu í maí og við vorum á góðu róli, að vinna góða sigra. Svo kom pásan og það tók okkur smá tíma að ná áttum eftir þessa pása.“ „Lykilmenn okkar eru komnir til ára sinna [Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason]. Þetta á ekkert bara við um okkar lið, Íslandsmeistarar Vals áttu erfitt uppdráttar í byrjun móts. Svo náðum við okkur aðeins á strik í 3. umferð og unnum FH sannfærandi. Svo kemur fræga umferðin í þeirri 4. þar sem við áttum hörkuleik við KR og hann endaði illa fyrir okkur. Eftir það var þetta orðið smá panic, kannski út af því hvað við ætluðum okkur stóra hluti og það kom upp örvænting í okkar leik.“ „Við unnum tvo leiki eftir Valsleikinn en mestu vonbrigðin voru á útivelli gegn Gróttu. Vorum búnir að vinna tvo leiki, þar af Skagann 6-2 og sá leikur var jafntefli. Eftir það var eins og menn misstu móðinn, misstu hausinn.“ Víkingar fengu fjölda rauðra spjalda í sumar, af hverju? „Kannski eru menn yfir spenntir, vilja og meina vel. Spjöldin í KR leiknum, það var yfir spenningur í ýmsu þó það megi alltaf deila um hvað var og hvað var ekki rautt. Rauða spjaldið gegn Stjörnunni, mér fannst það ekki rautt ef ég á að segja alveg eins og er. Spjaldið út í Ljubljana var klárlega rautt.“ „Þetta gerðist fyrir okkar reynslumestu leikmenn sem maður myndi halda að væri ekki fyrir fram líklegasti hópurinn til að fá rauð spjöld. Ég túlka þetta þannig að þeim hafi langað þetta svo mikið fyrir klúbbinn sinn og þegar menn fundu að þetta var að fara úr okkar höndum kemur yfir spenningur og menn taka ekki alveg réttar ákvarðanir.“ Hvað var Arnar sáttur með í sumar? „Ég var rosalega sáttur með að við mættum í hvern einasta leik og spiluðum okkar leik. Það er ákveðinn grunnur til staðar og það þarf ekki að umturna öllu fyrir næsta tímabil.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Arnar ræðir einnig hvaða leikkerfi hentar Víkingum best og margt fleira. Klippa: Arnar Gunnlaugs ræðir vonbrigða tímabil Víkinga
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30 Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn aðalþjálfari FH til tveggja ára, segir ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. 9. nóvember 2020 19:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00
„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30
Þetta voru bestu mennirnir í sumar að mati Pepsi Max Stúkunnar Gummi Ben og félagar í Pepsi Max Stúkunni eru búnir að velja þá sem stóðu sig best á 2020 tímabilinu í Pepsi Max deild karla. 9. nóvember 2020 16:30
Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn aðalþjálfari FH til tveggja ára, segir ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. 9. nóvember 2020 19:16
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann