Biden setur baráttuna við kórónuveiruna efst á forgangslistann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 07:24 Joe Biden heitir því að sameina bandarísku þjóðina sem forseti og ætlar að leggja mikla áherslu á að berjast gegn Covid-19. Getty/Peter Summers Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst gera það að forgangsverkefni eftir að hann tekur við embætti að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar í landinu. Í dag er búist við að hann tilkynni um tólf manna aðgerðanefnd sem verður gert að taka á málinu. Eftir því sem greint er frá á vef BBC verður sýnatökum meðal annars fjölgað og fólk verður hvatt til að nota andlitsgrímur meira en nú er. Donald Trump hefur enn ekki viðurkennt ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið þrátt fyrir að stærstu fjölmiðlar landsins hafi hver á fætur öðrum greint frá því um helgina að Biden hefði haft betur. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Þrátt fyrir afstöðu Trumps hafa Biden og teymi hans hafið undirbúning fyrstu verka hans í embætti forseta. Auk baráttunnar við kórónuveiruna er talið að á meðal fyrstu verka Bidens verði að undirrita nokkrar forsetatilskipanir sem muni draga til baka umdeildar ákvarðanir Trumps. Samkvæmt fjölmiðlum ytra hyggst Biden aftur skuldbinda Bandaríkin samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin gengu úr samkomulaginu síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir forsetakosningarnar, í samræmi við ákvörðun Trumps. Þá hyggst Biden einnig draga til baka þá ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin út úr samstarfi þjóða í Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þá ætlar Biden að binda endi á ferðabann Trumps á fólk frá nokkrum ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira