„Ég verð ekki sú síðasta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 07:48 Kamala við ræðupúltið í nótt. Tasos Katopodis/Getty Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Það varð ljóst í gær, þegar meðframbjóðandi hennar, Joe Biden, tryggði sér sigur yfir Donald Trump, sitjandi forseta, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Harris verður ekki einungis fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta, heldur einnig fyrsta svarta konan í embættinu. Hingað til hafa allir varaforsetar Bandaríkjanna verið hvítir karlmenn. Embættistaka Harris mun því brjóta blað í sögu Bandaríkjanna, þar sem hún verður í janúar hæst setta konan í sögu embættiskerfi Bandaríkjanna. Í ræðu sinni, sem hún hélt nokkrum klukkutímum eftir að ljóst var að sigurinn væri í höfn, sagði Harris að baráttu þyrfti til að vernda bandarískt lýðræði. „Það krefst fórnar. En það er líka gleði fólgin í því, sem og árangur. Af því að við, fólkið, búum yfir kraftinum til að skapa betri framtíð,“ sagði Harris. Harris vottaði öllum konum Bandaríkjanna virðingu sína í ræðunni, bæði núlifandi og konum sem höfðu rutt veginn. Hún heiðraði sérstaklega framlag svartra kvenna, sem barist höfðu fyrir kvenréttindum, jafnrétti og borgaralegum réttindum. Sagði hún þær vera leiðtoga sem „of oft væri litið fram hjá, en hefðu oft sannað sig sem máttarstólpa“ bandarísks lýðræðis. Hafnaði því að vera hófsamur kostur Í ræðunni hafnaði Harris þá þeirri orðræðu sem gætt hefur í kring um val Bidens á henni í embættið, um að hún hafi verið hófsamur kostur til varaforsetaefnis demókrata, valin til að vera mótvægi við aldur, hugmyndafræði og kynþátt Joes Bidens, nýkjörins forseta. Sagði hún veru hennar á sviðinu í nótt vera til marks um dirfsku Biden. „Að hann hafi haft kjarkinn til þess að takast á við eina af grundvallarhindrunum þess lands og velja konu í embætti varaforseta.“ Harris vék í ræðunni sérstaklega að móður sinni, Shyamala Gopalan, sem kom til Kaliforníu frá Indlandi árið 1958. „Hún sá þetta augnablik kannski ekki fyrir sér. En hún trúði staðfastlega á Bandaríki þar sem augnablik sem þetta væri mögulegt. Þá gaf Kamala bandarísku þjóðinni áhrifamikið loforð í ræðunni: „Ég verð kannski fyrsta konan til að gegna þessu embætti, en ég verð ekki sú síðasta, af því að hver einasta litla stúlka sem horfir í kvöld sér að við búum í landi tækifæranna,“ sagði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07 Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46 Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Biden lýsti yfir sigri, lagði áherslu á að sameina þjóðina og sigra Covid Joe Biden lýsti yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum í sigurræðu sem hann hélt fyrir framan fjölmenni í Wilmington í Delaware-ríki Bandaríkjanna. 8. nóvember 2020 02:07
Táraðist í beinni eftir sigur Biden Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. 7. nóvember 2020 22:46
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57