„Heilbrigðisþjónusta á meðgöngu grundvallarmannréttindi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 19:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa. Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Sjá meira
Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa.
Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Sjá meira
Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46