Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:00 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/AP Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar. Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar.
Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira