Ósvífni Arnór Steinn Ívarsson skrifar 3. nóvember 2020 14:00 Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun