Rauði krossinn ætlar ekki að hætta rekstri spilakassa Nadine Guðrún Yaghi og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 19:11 Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Hrafnkell Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín. Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín.
Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira