Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2020 08:14 Sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, Carla Sands, og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á skjánum fyrir ofan, undirrita Thule-samningana á fjarfundi síðastliðinn miðvikudag. Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn um Thule-herstöðina í vikunni voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist, en Kim Kielsen forsætisráðherra vakti athygli á þessu í frétt KNR. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, tók þó þátt í þríhliða fjarfundarviðræðum landanna, sem og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Robert O'Brien. Danir stóðu hins vegar á hliðarlínunni og það voru aðeins þau Kim Kielsen og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, sem undirrituðu samningana, án þess að dönsk stjórnvöld stimpluðu þá formlega með sinni undirskrift. Kim Kielsen glaður í bragði að undirrita samningana, sem færa Grænlendingum á ný miklar tekjur af þjónustu við herstöð bandaríska flughersins á Grænlandi.Naalakkersuisut Þótt Grænland hafi fengið heimastjórn árið 1979, með eigin þingi og ríkisstjórn, er landið ennþá hluti danska konungsríkisins. Grænlendingar hafa síðan fengið aukna sjálfsstjórn og fengið full yfirráð yfir flestum málum. Danska ríkisstjórnin hefur samt haldið eftir stjórn utanríkis- og varnarmála og fram til þessa annast öll samskipti við Bandaríkjamenn vegna Thule-stöðvarinnar. Þannig eru aðeins þrjú ár frá því stjórnin í Kaupmannahöfn greip í taumana þegar Grænlendingar hugðust selja Kínverjum aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi. En núna virðist staðan vera breytt. Grænlendingar fengu sjálfir að semja við Bandaríkjamenn um eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, sjálfa Thule-herstöðina. „Danir hafa falið okkur mikla ábyrgð,“ sagði Kim Kielsen í viðtalinu við KNR á föstudag. „Og það hefur mikla þýðingu fyrir Grænland að Danmörk sé ekki beinn aðili. Ímynd okkar í augum umheimsins er að breytast,“ bætti hann við. Það voru í raun fjórir samningar sem Grænlendingar og Bandaríkjamenn undirrituðu á miðvikudag. Auk samnings, sem færir Grænlandi á ný miklar tekjur af Thule-herstöðinni, var samið um aukið samstarf á sviði viðskipta og menntamála, um samstarf á sviði orku- og námavinnslu og um ferðaþjónustu og náttúruvernd. „Við höfum núna rutt brautina fyrir bein viðskipti og samvinnu við Bandaríkjamenn án þess að hafa Danmörku sem millilið. Og þá höfum við núna tækifæri til að vinna saman að því að móta rammann,“ sagði utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge. Rifja má upp að viðbrögð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, við ósk Donalds Trumps sumarið 2019 um að kaupa Grænland, voru þau að þetta væri ekki mál dönsku ríkisstjórnarinnar. Grænland væri ekki danskt - Grænland væri Grænlendinga, sagði hún. Kim Kielsen var líka ákveðinn í svari sínu til Trumps: „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók hann í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í fyrra. Grænlendingar væru þó opnir fyrir viðskiptum við Bandaríkjamenn, sagði Kim, en tók skýrt fram að það væru grænlenska þingið og landsstjórnin sem réðu ferðinni. Danskir stjórnmálaskýrendur spáðu því að Bandaríkjastjórn myndi í framhaldinu reyna að vinna hug og hjörtu Grænlendinga og komast þannig til áhrifa á Grænlandi með „sjarma“ aðferðinni. Sendiherrann Carla Sands, þekkt sjónvarpsleikkona, auðug ekkja og rausnarlegur stuðningsmaður Trumps, tók þannig strax að sýna málefnum Grænlands mikinn áhuga, fór í heimsókn til Nuuk og bauð Kim Kielsen einnig heim til sín í sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn. Um líkt leyti var tilkynnt um stofnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Í framhaldinu fylgdi samningur Bandaríkjastjórnar og Grænlands síðastliðið vor um 12 milljón dollara efnahagsstuðning til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Það olli uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, sem sögðu aðgerð Bandaríkjamanna ögrandi og til þess gerða að reka fleyg í ríkjasamband Danmerkur og Grænlands. Aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands í augum Bandaríkjamanna hefur einnig birst með ýmsum hætti á undanförnum misserum, eins og með lendingu B-2 sprengjuþotunnar í fyrra: Grænland Norðurslóðir Danmörk Bandaríkin NATO Varnarmál Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn um Thule-herstöðina í vikunni voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist, en Kim Kielsen forsætisráðherra vakti athygli á þessu í frétt KNR. Utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, tók þó þátt í þríhliða fjarfundarviðræðum landanna, sem og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Robert O'Brien. Danir stóðu hins vegar á hliðarlínunni og það voru aðeins þau Kim Kielsen og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, sem undirrituðu samningana, án þess að dönsk stjórnvöld stimpluðu þá formlega með sinni undirskrift. Kim Kielsen glaður í bragði að undirrita samningana, sem færa Grænlendingum á ný miklar tekjur af þjónustu við herstöð bandaríska flughersins á Grænlandi.Naalakkersuisut Þótt Grænland hafi fengið heimastjórn árið 1979, með eigin þingi og ríkisstjórn, er landið ennþá hluti danska konungsríkisins. Grænlendingar hafa síðan fengið aukna sjálfsstjórn og fengið full yfirráð yfir flestum málum. Danska ríkisstjórnin hefur samt haldið eftir stjórn utanríkis- og varnarmála og fram til þessa annast öll samskipti við Bandaríkjamenn vegna Thule-stöðvarinnar. Þannig eru aðeins þrjú ár frá því stjórnin í Kaupmannahöfn greip í taumana þegar Grænlendingar hugðust selja Kínverjum aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi. En núna virðist staðan vera breytt. Grænlendingar fengu sjálfir að semja við Bandaríkjamenn um eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, sjálfa Thule-herstöðina. „Danir hafa falið okkur mikla ábyrgð,“ sagði Kim Kielsen í viðtalinu við KNR á föstudag. „Og það hefur mikla þýðingu fyrir Grænland að Danmörk sé ekki beinn aðili. Ímynd okkar í augum umheimsins er að breytast,“ bætti hann við. Það voru í raun fjórir samningar sem Grænlendingar og Bandaríkjamenn undirrituðu á miðvikudag. Auk samnings, sem færir Grænlandi á ný miklar tekjur af Thule-herstöðinni, var samið um aukið samstarf á sviði viðskipta og menntamála, um samstarf á sviði orku- og námavinnslu og um ferðaþjónustu og náttúruvernd. „Við höfum núna rutt brautina fyrir bein viðskipti og samvinnu við Bandaríkjamenn án þess að hafa Danmörku sem millilið. Og þá höfum við núna tækifæri til að vinna saman að því að móta rammann,“ sagði utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge. Rifja má upp að viðbrögð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, við ósk Donalds Trumps sumarið 2019 um að kaupa Grænland, voru þau að þetta væri ekki mál dönsku ríkisstjórnarinnar. Grænland væri ekki danskt - Grænland væri Grænlendinga, sagði hún. Kim Kielsen var líka ákveðinn í svari sínu til Trumps: „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók hann í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í fyrra. Grænlendingar væru þó opnir fyrir viðskiptum við Bandaríkjamenn, sagði Kim, en tók skýrt fram að það væru grænlenska þingið og landsstjórnin sem réðu ferðinni. Danskir stjórnmálaskýrendur spáðu því að Bandaríkjastjórn myndi í framhaldinu reyna að vinna hug og hjörtu Grænlendinga og komast þannig til áhrifa á Grænlandi með „sjarma“ aðferðinni. Sendiherrann Carla Sands, þekkt sjónvarpsleikkona, auðug ekkja og rausnarlegur stuðningsmaður Trumps, tók þannig strax að sýna málefnum Grænlands mikinn áhuga, fór í heimsókn til Nuuk og bauð Kim Kielsen einnig heim til sín í sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn. Um líkt leyti var tilkynnt um stofnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Í framhaldinu fylgdi samningur Bandaríkjastjórnar og Grænlands síðastliðið vor um 12 milljón dollara efnahagsstuðning til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. Það olli uppnámi meðal danskra stjórnmálamanna, sem sögðu aðgerð Bandaríkjamanna ögrandi og til þess gerða að reka fleyg í ríkjasamband Danmerkur og Grænlands. Aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands í augum Bandaríkjamanna hefur einnig birst með ýmsum hætti á undanförnum misserum, eins og með lendingu B-2 sprengjuþotunnar í fyrra:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Bandaríkin NATO Varnarmál Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32