Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2020 23:00 Frá kosningafundi Trumps í Wisconsin í kvöld. Eins og sjá má er fjöldi fólks viðstaddur og fjarlægðartakmörk spila ekki stórt hlutverk. Scott Olson/Getty Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Á sama tíma létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr veirunni. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa sem framkvæmd eru. Yfir níu milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum, en það er meira en í nokkru öðru ríki heims. Í 21 ríki er faraldurinn í verulegri sókn. Þeirra á meðal er Wisconsin, en spítalar í ríkinu hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem varað er við því að kosningafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á föstudag muni gera illt verra og ýta undir útbreiðslu á svæðinu. „Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyrir myndun stórra hópa, sérstaklega hér í Green Bay í Wisconsin, þar sem nú er einhver mesta dreifing Covid-19 í öllum Bandaríkjunum,“ segir í yfirlýsingunni, sem var send út sameiginlega frá nokkrum spítölum í ríkinu. Trump heldur sig þó við það sem hann hefur áður sagt, um að ástæða fjölda þeirra sem greinst hafa í Bandaríkjunum, sé að Bandaríkin prófi meira fyrir veirunni en önnur ríki. „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum. Við erum með bestu prófanirnar. Dauðsföllum FÆKKAR VERULEGA,“ tísti Trump í dag og bætti við að spítalar hefðu mikið svigrúm til að bæta við sig sjúklingum og að staðan í Bandaríkjunum væri betri en í Evrópu. More Testing equals more Cases. We have best testing. Deaths WAY DOWN. Hospitals have great additional capacity! Doing much better than Europe. Therapeutics working!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2020 Kosningafundir forsetans, í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum næsta þriðjudag, hafa verið gagnrýndar sökum þess hve sóttvörnum er ábótavant á slíkum viðburðum. Gestir hafa verið prófaðir og látnir hafa grímur, en fjarlægðartakmörkum er gefinn lítill gaumur. Þá virðist stór hluti þeirra sem sækir fundina sleppa því að bera grímu. Helsti andstæðingur forsetans í kosningunum, fyrrverandi varaforsetinn og demókratinn Joe Biden, hefur einnig haldið kosningafundi. Þar hefur fjarlægðartakmörkunum verið fylgt, meðal annars með því að biðja fólk að vera inni í bílum sínum meðan á fundunum stendur. Segjast hafa stjórn á faraldrinum Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, fór í viðtal hjá sjónvarpsstöðinni Fox News í gær þar sem hann endurtók fullyrðingar föður síns um að ríkisstjórn hans hefði náð stjórn á faraldrinum. „Ég fór í gegn um tölurnar því ég var alltaf að heyra um fjölgun smitaðra,“ sagði Trump yngri, og átti þar við tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. „Ég hugsaði „Af hverju er enginn að tala um dauðsföll?“ Af því tölurnar eru nánast engar. Af því við höfum náð stjórn á þessu og vitum hvernig þetta virkar,“ sagði Trump yngri og átti þar við að dauðsföll af völdum Covid-19 væru á undanhaldi. Eins og áður sagði létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr Covid-19 í gær. Var það þriðji dagurinn í októbermánuði þar sem dagleg tala látinna vegna sjúkdómsins náði yfir þúsund. Meira en 228.000 Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins frá upphafi faraldursins. Bandaríkin stefni „í ranga átt“ Læknar og aðrir heilbrigðissérfræðingar hafa varað við því að faraldurinn sé langt frá því að vera í rénun í Bandaríkjunum. Dauðsföllum muni fjölga í takt við fjölgun smitaðra, og þá sérstaklega samhliða árlegri inflúensu. Einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sagði í viðtali við CNBC á miðvikudag að Bandaríkin stefndu í „ranga átt“, með tilliti til viðbragða við faraldrinum. „Ef hlutirnir fara ekki að breytast og þeir halda áfram á þeirri braut sem við erum á, verður mikill sársauki hér í tengslum við fjölgun smitaðra, spítalainnlagna og dauðsfalla,“ sagði Fauci meðal annars. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. 29. október 2020 07:19 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 26. október 2020 08:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Á sama tíma létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr veirunni. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa sem framkvæmd eru. Yfir níu milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum, en það er meira en í nokkru öðru ríki heims. Í 21 ríki er faraldurinn í verulegri sókn. Þeirra á meðal er Wisconsin, en spítalar í ríkinu hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem varað er við því að kosningafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á föstudag muni gera illt verra og ýta undir útbreiðslu á svæðinu. „Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyrir myndun stórra hópa, sérstaklega hér í Green Bay í Wisconsin, þar sem nú er einhver mesta dreifing Covid-19 í öllum Bandaríkjunum,“ segir í yfirlýsingunni, sem var send út sameiginlega frá nokkrum spítölum í ríkinu. Trump heldur sig þó við það sem hann hefur áður sagt, um að ástæða fjölda þeirra sem greinst hafa í Bandaríkjunum, sé að Bandaríkin prófi meira fyrir veirunni en önnur ríki. „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum. Við erum með bestu prófanirnar. Dauðsföllum FÆKKAR VERULEGA,“ tísti Trump í dag og bætti við að spítalar hefðu mikið svigrúm til að bæta við sig sjúklingum og að staðan í Bandaríkjunum væri betri en í Evrópu. More Testing equals more Cases. We have best testing. Deaths WAY DOWN. Hospitals have great additional capacity! Doing much better than Europe. Therapeutics working!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2020 Kosningafundir forsetans, í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum næsta þriðjudag, hafa verið gagnrýndar sökum þess hve sóttvörnum er ábótavant á slíkum viðburðum. Gestir hafa verið prófaðir og látnir hafa grímur, en fjarlægðartakmörkum er gefinn lítill gaumur. Þá virðist stór hluti þeirra sem sækir fundina sleppa því að bera grímu. Helsti andstæðingur forsetans í kosningunum, fyrrverandi varaforsetinn og demókratinn Joe Biden, hefur einnig haldið kosningafundi. Þar hefur fjarlægðartakmörkunum verið fylgt, meðal annars með því að biðja fólk að vera inni í bílum sínum meðan á fundunum stendur. Segjast hafa stjórn á faraldrinum Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, fór í viðtal hjá sjónvarpsstöðinni Fox News í gær þar sem hann endurtók fullyrðingar föður síns um að ríkisstjórn hans hefði náð stjórn á faraldrinum. „Ég fór í gegn um tölurnar því ég var alltaf að heyra um fjölgun smitaðra,“ sagði Trump yngri, og átti þar við tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. „Ég hugsaði „Af hverju er enginn að tala um dauðsföll?“ Af því tölurnar eru nánast engar. Af því við höfum náð stjórn á þessu og vitum hvernig þetta virkar,“ sagði Trump yngri og átti þar við að dauðsföll af völdum Covid-19 væru á undanhaldi. Eins og áður sagði létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr Covid-19 í gær. Var það þriðji dagurinn í októbermánuði þar sem dagleg tala látinna vegna sjúkdómsins náði yfir þúsund. Meira en 228.000 Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins frá upphafi faraldursins. Bandaríkin stefni „í ranga átt“ Læknar og aðrir heilbrigðissérfræðingar hafa varað við því að faraldurinn sé langt frá því að vera í rénun í Bandaríkjunum. Dauðsföllum muni fjölga í takt við fjölgun smitaðra, og þá sérstaklega samhliða árlegri inflúensu. Einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sagði í viðtali við CNBC á miðvikudag að Bandaríkin stefndu í „ranga átt“, með tilliti til viðbragða við faraldrinum. „Ef hlutirnir fara ekki að breytast og þeir halda áfram á þeirri braut sem við erum á, verður mikill sársauki hér í tengslum við fjölgun smitaðra, spítalainnlagna og dauðsfalla,“ sagði Fauci meðal annars.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. 29. október 2020 07:19 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 26. október 2020 08:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. 29. október 2020 07:19
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46
„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 26. október 2020 08:31