Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 20:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til þess að sporna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins á fyrirtæki og rekstraraðila. Frumvarp um tekjufallsstyrki verður víkkað og viðspyrnustyrkir kynntir til sögunnar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tekjufallsstyrki svo úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi í lengri tíma. Eru styrkirnir hugsaðir til þess að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, án þess að hafa verið gert að loka, frá 1. apríl til 31. október. Þá verður nýtt úrræði, viðspyrnustyrkir, lagt fram í frumvarpi sem nú er í undirbúningi. Viðspyrnustyrkirnir verða veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Þeim er ætlað að tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist,“ líkt og segir í tilkynningu. Breytingar á tekjufallsstyrkjum eru eftirfarandi: Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila. Þá hefur ríkisstjórnin rætt mögulega framlengingu hlutabótaleiðar, sem rennur út um áramótin, og hefur félags- og barnamálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hennar. „Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja. Í því felst að heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar.“ Dæmi um styrkveitingar miðað við framangreindar breytingar á fyrirliggjandi frumvörpum: Rekstraraðili með fimm starfsmenn eða fleiri sem gert var að loka (lokunarstyrkur og tekjufallsstyrkur) Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000 Rekstraraðili með 5 starfsmenn eða fleiri sem ekki var gert að loka en myndi eingöngu eiga rétt á tekjufallsstyrk – miðast við hámark tekjufallsstyrks 70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna (3 skv. frumvarpi); Lagt er til að styrkir verði veittir fyrir allt að 5 stöðugildi; Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli: rekstraraðilar sem verða fyrir 40-70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400 þús.kr. á mánuði á hvert stöðugildi, en sé tekjufallið 70-100% getur styrkur orðið 500 þús.kr. á hvert stöðugildi á mánuði; Tímabil er lengt í sjö mánuði frá 1. apríl sl. að telja; Hámarksstyrkur verður samkvæmt þessu 17,5 m.kr. á rekstraraðila.
Lokunarstyrkur í vor 3.600.000 Lokunarstyrkur í sept 1.000.000 Lokunarstyrkur í okt og til 3. nóv 2.900.000 Tekjufallsstyrkur ef 70% - 100% tekjufall 17.500.000 Hámark tekjufallsstyrks ef rekstraraðili hefur fengið hámark lokunarstyrkja fyrir lokanir til 3. nóv. 10.000.000
70% - 100% tekjufall: 17.500.000 - 2.500.000 á hvern mánuð 40% - 70% tekjufall: 14.000.000 - 2.000.000 á hvern mánuð
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22 Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. 30. október 2020 19:22
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Katrín boðar jafnframt frekar efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. 30. október 2020 13:47
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent